Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 23:15 Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur ekki fengið markaðsleyfi innan Evrópusambandsins. Getty/Jakub Porzycki Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. Ekki liggur fyrir hversu miklu munar, en afkastageta framleiðslustöðva í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu sagðar háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Unnið er að því að auka afköstin til að standa undir væntingum og fullyrðir fyrirtækið að „tugir milljóna skammta“ fari í dreifingu innan Evrópusambandsins í febrúar og mars. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu, greindi frá töfinni á Twitter-síðu sinni í dag. Hún segir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með fréttirnar, enda hafi verið farið fram á nákvæma afhendingaráætlun svo aðildarríki gætu undirbúið bólusetningar. The @EU_Commission will continue to insist with @AstraZeneca on measures to increase predictability and stability of deliveries, and acceleration of the distribution of doses/3.— Stella Kyriakides (@SKyriakidesEU) January 22, 2021 „Framkvæmdastjórnin mun áfram krefjast þess að AstraZeneca auki fyrirsjáanlega og stöðugleika í afhendingu og hraði dreifingu skammta,“ skrifaði Kyriakides. Samkvæmt heimildum Financial Times er mikil óánægja meðal embættismanna Evrópusambandsins. Einn lýsti töfinni sem skammarlegri, enda kæmi hún til með að ýta frekar undir óánægju og gremju meðal aðildarríkja þar sem bólusetningar ganga hægar en vonir stóðu til. Töfin nær þó ekki aðeins til aðildarríkja Evrópusambandsins, en Noregur mun að öllum líkindum fá færri en 200 þúsund skammta af bóluefninu í febrúar. Afhendingaráætlun hafði gert ráð fyrir 1,1 milljón skömmtum. Ísland undirritaði samning við AstraZeneca þann 15. október síðastliðinn um 230 þúsund skammta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu. 21. janúar 2021 12:07 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Ekki liggur fyrir hversu miklu munar, en afkastageta framleiðslustöðva í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu sagðar háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Unnið er að því að auka afköstin til að standa undir væntingum og fullyrðir fyrirtækið að „tugir milljóna skammta“ fari í dreifingu innan Evrópusambandsins í febrúar og mars. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu, greindi frá töfinni á Twitter-síðu sinni í dag. Hún segir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með fréttirnar, enda hafi verið farið fram á nákvæma afhendingaráætlun svo aðildarríki gætu undirbúið bólusetningar. The @EU_Commission will continue to insist with @AstraZeneca on measures to increase predictability and stability of deliveries, and acceleration of the distribution of doses/3.— Stella Kyriakides (@SKyriakidesEU) January 22, 2021 „Framkvæmdastjórnin mun áfram krefjast þess að AstraZeneca auki fyrirsjáanlega og stöðugleika í afhendingu og hraði dreifingu skammta,“ skrifaði Kyriakides. Samkvæmt heimildum Financial Times er mikil óánægja meðal embættismanna Evrópusambandsins. Einn lýsti töfinni sem skammarlegri, enda kæmi hún til með að ýta frekar undir óánægju og gremju meðal aðildarríkja þar sem bólusetningar ganga hægar en vonir stóðu til. Töfin nær þó ekki aðeins til aðildarríkja Evrópusambandsins, en Noregur mun að öllum líkindum fá færri en 200 þúsund skammta af bóluefninu í febrúar. Afhendingaráætlun hafði gert ráð fyrir 1,1 milljón skömmtum. Ísland undirritaði samning við AstraZeneca þann 15. október síðastliðinn um 230 þúsund skammta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu. 21. janúar 2021 12:07 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu. 21. janúar 2021 12:07
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30