Liverpool hefur ekki skorað deildarmark síðan Thiago kom aftur úr meiðslum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 09:21 Thiago Alcantara hefur fengið hrós fyrir frammistöðu sína í leikjum hans með Liverpool en hún er samt ekki að skila Liverpool liðinu mörkum. Getty/Andrew Powell Liverpool liðið hefur ekki skorað í meira en sjö klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni og lærisveinar Jürgen Klopp eru enn markalausir á árinu 2021. Þegar eitt heitasta knattspyrnulið Englands snöggkólnar svona þá vakna auðvitað upp margar spurningar. Það er einkum eitt nafn sem er á milli tannanna á fólki. Heimsklassamiðjumaðurinn sem Liverpool fékk á útsöluverði í haust. Var Thiago Alcantara rétti maðurinn fyrir Liverpool liðið? Vissulega góður leikmaður en hentar hann leikstíl Jürgen Klopp? Tölurnar eru ekki alveg með spænska miðjumanninum á þessari leiktíð. Thiago Alcantara meiddist í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í ensku úrvalsdeildinni sem var á móti Everton 17. október. Hann missti af næstu tíu deildarleikjum liðsins vegna þeirra hnémeiðsla. Liverpool had scored in every Premier League game this season until Thiago returned from injury. They haven't scored since. pic.twitter.com/GBrLaR2nLR— FootballFunnys (@FootballFunnnys) January 21, 2021 Thiago snéri aftur í leik á móti Newcastle 30. desember síðastliðinn. Hann spilaði sautján síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli. Thiago Alcantara hefur síðan verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu deildarleikjum Liverpool og uppskeran er eitt stig af níu mögulegum. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu þegar Thiago Alcantara sneri aftur úr meiðslum en hefur ekki skorða eitt einasta mark síðan. Liverpool hefur alls spilað fjóra heila leiki í röð án þess að skora í ensku úrvalsdeildinni og það eru núna liðnar 438 leikmínútur síðan Sadio Mane skoraði á tólftu mínútu á móti West Bromwich Albion. 72 skottilraunir leikmanna Liverpool hafa ekki skilað einu einasta marki. Liverpool have now gone 438 minutes (7.3 hours) without scoring a Premier League goal.Their expected goals across their last four games (72 shots) alone is 5.63. pic.twitter.com/TgiEFMT6HS— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 Nú er svo komið að það þarf að fara alla leið til ársins 2000 til að finna lengri tíma hjá Liverpool án marks í ensku úrvalsdeildinni. Í maí 2000 þá endaði Liverpool liðið tímabilið á því að skora ekki í síðustu fimm leikjum tímabilsins, gerði þá markalaus jafntefli við Everton og Southampton og tapaði fyrir Chelsea (0-2), Leicester (0-2) og Bradford City (0-1). Á þeim tíma var Jürgen Klopp enn að spila en hann lék þessa leiktíð 30 deildarleiki með Mainz 05 í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim fjögur mörk. 4 - Liverpool have gone four league games without scoring for the first time since May 2000. Indeed, the Reds have had a total of 87 shots since Sadio Mané's 12th minute strike against West Brom. Inexplicable. pic.twitter.com/2kejqFiQRC— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Þegar eitt heitasta knattspyrnulið Englands snöggkólnar svona þá vakna auðvitað upp margar spurningar. Það er einkum eitt nafn sem er á milli tannanna á fólki. Heimsklassamiðjumaðurinn sem Liverpool fékk á útsöluverði í haust. Var Thiago Alcantara rétti maðurinn fyrir Liverpool liðið? Vissulega góður leikmaður en hentar hann leikstíl Jürgen Klopp? Tölurnar eru ekki alveg með spænska miðjumanninum á þessari leiktíð. Thiago Alcantara meiddist í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í ensku úrvalsdeildinni sem var á móti Everton 17. október. Hann missti af næstu tíu deildarleikjum liðsins vegna þeirra hnémeiðsla. Liverpool had scored in every Premier League game this season until Thiago returned from injury. They haven't scored since. pic.twitter.com/GBrLaR2nLR— FootballFunnys (@FootballFunnnys) January 21, 2021 Thiago snéri aftur í leik á móti Newcastle 30. desember síðastliðinn. Hann spilaði sautján síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli. Thiago Alcantara hefur síðan verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu deildarleikjum Liverpool og uppskeran er eitt stig af níu mögulegum. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu þegar Thiago Alcantara sneri aftur úr meiðslum en hefur ekki skorða eitt einasta mark síðan. Liverpool hefur alls spilað fjóra heila leiki í röð án þess að skora í ensku úrvalsdeildinni og það eru núna liðnar 438 leikmínútur síðan Sadio Mane skoraði á tólftu mínútu á móti West Bromwich Albion. 72 skottilraunir leikmanna Liverpool hafa ekki skilað einu einasta marki. Liverpool have now gone 438 minutes (7.3 hours) without scoring a Premier League goal.Their expected goals across their last four games (72 shots) alone is 5.63. pic.twitter.com/TgiEFMT6HS— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 Nú er svo komið að það þarf að fara alla leið til ársins 2000 til að finna lengri tíma hjá Liverpool án marks í ensku úrvalsdeildinni. Í maí 2000 þá endaði Liverpool liðið tímabilið á því að skora ekki í síðustu fimm leikjum tímabilsins, gerði þá markalaus jafntefli við Everton og Southampton og tapaði fyrir Chelsea (0-2), Leicester (0-2) og Bradford City (0-1). Á þeim tíma var Jürgen Klopp enn að spila en hann lék þessa leiktíð 30 deildarleiki með Mainz 05 í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim fjögur mörk. 4 - Liverpool have gone four league games without scoring for the first time since May 2000. Indeed, the Reds have had a total of 87 shots since Sadio Mané's 12th minute strike against West Brom. Inexplicable. pic.twitter.com/2kejqFiQRC— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira