Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2021 06:58 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var ekki mjög hrifinn af Anthony Fauci, einum helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna. Getty/Drew Angerer Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira