Mikill eldur kviknaði í húsnæði á lóð SII þar sem framkvæmdir stóðu yfir en ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði, samkvæmt frétt Reuters.
Slökkviliðsmenn fundu fimm lík eftir að eldurinn hafði verið slökktur. Þau fundust á efstu hæðum hússins en verktaki hefur sagt að starfsmanna hans sé saknað.
Times of India segir að SII hafi framleitt bóluefni við rótaveiru, sem veldur niðurgangi í ungum börnum. Þá er ekki ljóst hvernig eldurinn kviknaði og er það til rannsóknar.
Forsvarsmenn SII segja að eldinn hafa ollið miklu tjóni á dýrum búnaði og að eldurinn muni valda töfum í framleiðslu og tekjutapi. Fyrirtækið framleiðir um 50 milljónir skammta bóluefnis AstraZeneca á mánuði og stendur til að auka framleiðsluna í hundrað milljónir skammta á næstunni.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, vottaði aðstandendum hinna látnu samúð sína í dag.
Anguished by the loss of lives due to an unfortunate fire at the @SerumInstIndia. In this sad hour, my thoughts are with the families of those who lost their lives. I pray that those injured recover at the earliest.
— Narendra Modi (@narendramodi) January 21, 2021