Biden gefur í gegn veirunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 15:33 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira