Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 10:58 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, á vettvangi vatnslekans á háskólasvæðinu í morgun. Vísir/Egill Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta lítur ekki vel út. Það er þannig að við erum með mjög stóra fyrirlestrasali og kennslustofur á Háskólatorgi og mjög mikla starfsemi í Gimli og af þessum fimm byggingum sem urðu fyrir tjóni, það er mest þar,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu í dag. Einmitt stofurnar sem eru í notkun Kennsla á háskólasvæðinu er í lágmarki þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Jón Atli segir að þrátt fyrir það sé vatnslekinn afar slæmur fyrir starfsemi skólans. „En þetta hefur samt veruleg áhrif og síðan er skrifstofuhúsnæði í Gimli. Gimli er rafmagnslaust sem stendur, það hefur orðið gríðarlegt tjón þar og þar eru líka kennslustofur. Svo þetta er mjög alvarlegt,“ segir Jón Atli. „Þetta eru einmitt stofurnar sem við höfum verið að nota. Þar er hægt að hafa allt að fimmtíu með tveggja metra fjarlægð svo það skiptir máli að þessar tilteknu stofur eru ekki í lagi. En við getum leitað annarra lausna varðandi þetta rými og það er eitt af því sem við þurfum að gera. Skoða hvaða rými við getum notað undir þá starfsemi sem við getur ekki verið hér í Gimli og Háskólatorgi.“ Slökkviliðsmenn dæla vatni í kennslustofu á Háskólatorgi í morgun.Vísir/Egill Ljóst þykir að tjónið gæti hlaupið á hundruð milljónum króna en Jón Atli kveðst þó ekki geta sagt til um það. Hann telur að liðið gætu mánuðir þar til eðlileg starfsemi hefst í byggingunum sem urðu hvað verst úti. „En við sjáum að gólfefni og húsgögn og veggir eru illa farnir, hurðir og þess háttar, svo það þarf að taka þetta allt í gegn. Þannig að tveir, þrír mánuðir eru eitthvert mat sem ég hef varðandi þetta. Og þá erum við komin inn í vorið.“ Strax fengið góð viðbrögð frá ráðuneytinu Aðspurður segir Jón Atli að Háskóli Íslands sé ekki tryggður. „Við erum ríkisstofnun og ríkið tryggir ekki. En við munum tala við okkar ráðuneyti og höfum strax fengið góð viðbrögð þar varðandi þetta mál, og síðan við aðra aðila sem koma að þessu. En ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um það.“ Nú á ellefta tímanum var búið að dæla mesta vatninu út úr skólanum. Jón Atli hrósar viðbragðsaðilum sem komið hafa að hreinsunarstarfinu í morgun. Aðkoma þeirra sem mættu fyrstir á vettvang í nótt hafi verið afar slæm. „Þeir lýstu þessu þannig að þetta hefði bara verið hrikalegt, sérstaklega á þeim stöðum sem voru næst upprunanum. Og bara mjög alvarlegt, sérstaklega í Gimli hefði ástandið verið mjög slæmt. En ég vil líka hrósa þeim sem hafa tekið þátt í þessu björgunarstarfi, bæði starfsfólki skólans, slökkviliði og öðrum.“ Skóla - og menntamál Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Tryggingar Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. 21. janúar 2021 09:03 Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
„Þetta lítur ekki vel út. Það er þannig að við erum með mjög stóra fyrirlestrasali og kennslustofur á Háskólatorgi og mjög mikla starfsemi í Gimli og af þessum fimm byggingum sem urðu fyrir tjóni, það er mest þar,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu í dag. Einmitt stofurnar sem eru í notkun Kennsla á háskólasvæðinu er í lágmarki þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Jón Atli segir að þrátt fyrir það sé vatnslekinn afar slæmur fyrir starfsemi skólans. „En þetta hefur samt veruleg áhrif og síðan er skrifstofuhúsnæði í Gimli. Gimli er rafmagnslaust sem stendur, það hefur orðið gríðarlegt tjón þar og þar eru líka kennslustofur. Svo þetta er mjög alvarlegt,“ segir Jón Atli. „Þetta eru einmitt stofurnar sem við höfum verið að nota. Þar er hægt að hafa allt að fimmtíu með tveggja metra fjarlægð svo það skiptir máli að þessar tilteknu stofur eru ekki í lagi. En við getum leitað annarra lausna varðandi þetta rými og það er eitt af því sem við þurfum að gera. Skoða hvaða rými við getum notað undir þá starfsemi sem við getur ekki verið hér í Gimli og Háskólatorgi.“ Slökkviliðsmenn dæla vatni í kennslustofu á Háskólatorgi í morgun.Vísir/Egill Ljóst þykir að tjónið gæti hlaupið á hundruð milljónum króna en Jón Atli kveðst þó ekki geta sagt til um það. Hann telur að liðið gætu mánuðir þar til eðlileg starfsemi hefst í byggingunum sem urðu hvað verst úti. „En við sjáum að gólfefni og húsgögn og veggir eru illa farnir, hurðir og þess háttar, svo það þarf að taka þetta allt í gegn. Þannig að tveir, þrír mánuðir eru eitthvert mat sem ég hef varðandi þetta. Og þá erum við komin inn í vorið.“ Strax fengið góð viðbrögð frá ráðuneytinu Aðspurður segir Jón Atli að Háskóli Íslands sé ekki tryggður. „Við erum ríkisstofnun og ríkið tryggir ekki. En við munum tala við okkar ráðuneyti og höfum strax fengið góð viðbrögð þar varðandi þetta mál, og síðan við aðra aðila sem koma að þessu. En ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um það.“ Nú á ellefta tímanum var búið að dæla mesta vatninu út úr skólanum. Jón Atli hrósar viðbragðsaðilum sem komið hafa að hreinsunarstarfinu í morgun. Aðkoma þeirra sem mættu fyrstir á vettvang í nótt hafi verið afar slæm. „Þeir lýstu þessu þannig að þetta hefði bara verið hrikalegt, sérstaklega á þeim stöðum sem voru næst upprunanum. Og bara mjög alvarlegt, sérstaklega í Gimli hefði ástandið verið mjög slæmt. En ég vil líka hrósa þeim sem hafa tekið þátt í þessu björgunarstarfi, bæði starfsfólki skólans, slökkviliði og öðrum.“
Skóla - og menntamál Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Tryggingar Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. 21. janúar 2021 09:03 Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. 21. janúar 2021 09:03
Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57
Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38