Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 22:57 Kamala Harris tók við embætti varaforseta Bandaríkjanna í dag, fyrst kvenna í sögunni. Það var eitt af hennar fyrstu embættisverkum að setja þrjá Demókrata í embætti öldungardeildarþingmanna. Getty/Drew Angerer Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. Líkt og kunnugt er tók Joe Biden við embætti forseta Bandaríkjanna í dag, en það var eitt af fyrstu verkum nýs varaforseta í embætti, Kamölu Harris, að sverja Ossoff í embætti öldungardeildarþingmanns. Ossoff er nú ekki aðeins yngsti þingmaður öldungadeildarinnar, heldur einnig fyrsti Gyðingurinn til að verða öldungadeildarþingmaður fyrir Georgíu-ríki. Kamala Harris sór einnig í embætti þá Raphael Warnock, sem einnig tekur sæti sem öldungadeildarþingmaður fyrir Georgíu, og Alex Padilla, sem tekur við sæti hennar sjálfrar sem öldungadeildarþingmaður fyrir Kaliforníu. Embættistaka þeirra er sömuleiðis söguleg en Warnock er fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá Georgíu auk þess sem Padilla er fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn fyrir Kaliforníu sem er af suður-amerískum uppruna. Nú eftir að öldungadeildarþingmennirnir þrír hafa svarið embættiseið skipta Demókratar og Repúblikanar með sér jafn mörgum sætum í öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar höfðu áður meirihluta. Hvor flokkur á nú fimmtíu þingmenn í öldungadeildinni en sjálf hefur Harris oddaatkvæðið, Demókrötum í hag, þegar á reynir. Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Líkt og kunnugt er tók Joe Biden við embætti forseta Bandaríkjanna í dag, en það var eitt af fyrstu verkum nýs varaforseta í embætti, Kamölu Harris, að sverja Ossoff í embætti öldungardeildarþingmanns. Ossoff er nú ekki aðeins yngsti þingmaður öldungadeildarinnar, heldur einnig fyrsti Gyðingurinn til að verða öldungadeildarþingmaður fyrir Georgíu-ríki. Kamala Harris sór einnig í embætti þá Raphael Warnock, sem einnig tekur sæti sem öldungadeildarþingmaður fyrir Georgíu, og Alex Padilla, sem tekur við sæti hennar sjálfrar sem öldungadeildarþingmaður fyrir Kaliforníu. Embættistaka þeirra er sömuleiðis söguleg en Warnock er fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá Georgíu auk þess sem Padilla er fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn fyrir Kaliforníu sem er af suður-amerískum uppruna. Nú eftir að öldungadeildarþingmennirnir þrír hafa svarið embættiseið skipta Demókratar og Repúblikanar með sér jafn mörgum sætum í öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar höfðu áður meirihluta. Hvor flokkur á nú fimmtíu þingmenn í öldungadeildinni en sjálf hefur Harris oddaatkvæðið, Demókrötum í hag, þegar á reynir.
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira