Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 22:47 Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, strax á fyrsta degi í embætti. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. Fyrsta tilskipunin sem hann undirritaði varðar grímuskyldu í byggingum alríkisstofnanna. Sú ákvörðun þykir táknræn fyrir vilja Biden til að taka kórónuveriufaraldurinn harðari tökum en forveri hans Donalds Trump gerði. BREAKING: Joe Biden signs executive action to rejoin Paris Climate Accord "as of today." https://t.co/qjeUynJUdz #InaugurationDay pic.twitter.com/7aBLn6R8Lq— ABC News (@ABC) January 20, 2021 Alls skrifar Biden undir fimmtán forsetatilskipanir og tvær umboðsaðgerðir nú á sínum fyrsta degi í embætti, sem meðal annars fela í sér að hnekkja nokkrum af þeim ákvörðunum sem Donald Trump tók í sinni embættistíð. „Við munum þurfa að setja lög um marga hluti,“ sagði Biden við þá fréttamenn sem viðstaddir voru. Að grípa svo hratt til svo margra og veigamikilla aðgerða strax á fyrsta degi í embætti þykir fordæmalaust í sögunni að því er CNN greinir frá. Meðal þeirra tilskipana sem Biden hefur skrifað undir má nefna ákvörðun um að hnekkja áformum Trump-stjórnarinnar um byggingu landamæraveggjar og um að horfið verði frá hertum landamærareglum sem beindust sérstaklega að múslimskum ríkjum sem settar voru í tíð Trump. Þá hyggst Biden líka snúa við nokkrum af ákvörðunum Trump um að draga Bandaríkin úr hinu og þessu alþjóðasamstarfi, meðal annars úr Parísarsamkomulaginu og úrsögn úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. After taking the oath of office this afternoon, I got right to work taking action to:- Control the pandemic- Provide economic relief- Tackle climate change- Advance racial equity— President Biden (@POTUS) January 20, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Fyrsta tilskipunin sem hann undirritaði varðar grímuskyldu í byggingum alríkisstofnanna. Sú ákvörðun þykir táknræn fyrir vilja Biden til að taka kórónuveriufaraldurinn harðari tökum en forveri hans Donalds Trump gerði. BREAKING: Joe Biden signs executive action to rejoin Paris Climate Accord "as of today." https://t.co/qjeUynJUdz #InaugurationDay pic.twitter.com/7aBLn6R8Lq— ABC News (@ABC) January 20, 2021 Alls skrifar Biden undir fimmtán forsetatilskipanir og tvær umboðsaðgerðir nú á sínum fyrsta degi í embætti, sem meðal annars fela í sér að hnekkja nokkrum af þeim ákvörðunum sem Donald Trump tók í sinni embættistíð. „Við munum þurfa að setja lög um marga hluti,“ sagði Biden við þá fréttamenn sem viðstaddir voru. Að grípa svo hratt til svo margra og veigamikilla aðgerða strax á fyrsta degi í embætti þykir fordæmalaust í sögunni að því er CNN greinir frá. Meðal þeirra tilskipana sem Biden hefur skrifað undir má nefna ákvörðun um að hnekkja áformum Trump-stjórnarinnar um byggingu landamæraveggjar og um að horfið verði frá hertum landamærareglum sem beindust sérstaklega að múslimskum ríkjum sem settar voru í tíð Trump. Þá hyggst Biden líka snúa við nokkrum af ákvörðunum Trump um að draga Bandaríkin úr hinu og þessu alþjóðasamstarfi, meðal annars úr Parísarsamkomulaginu og úrsögn úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. After taking the oath of office this afternoon, I got right to work taking action to:- Control the pandemic- Provide economic relief- Tackle climate change- Advance racial equity— President Biden (@POTUS) January 20, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira