Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2021 21:02 Albert Sveinsson skipstjóri í brúnni á Víkingi AK við bryggju í Reykjavík í dag. Arnar Halldórsson Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. Fiskiskipið Víkingur kom til Reykjavíkur snemma í morgun frá Vopnafirði en þangað var skipið á leið til löndunar á kolmunna þegar skipstjórinn, Albert Sveinsson, var beðinn um kanna ábendingar frá togurum um loðnu. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Albert því sem hann sá á miðunum. Víkingur kom til Reykjavíkur í morgun eftir siglingu frá Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Og komum fljótlega í loðnu. Þar var mikið að sjá. Þykkar og góðar lóðningar. Og fylgdum þessu norður eftir í 45 sjómílur.“ -Og allsstaðar loðna? „Allsstaðar loðna.“ Öflug fiskleitartæki gerðu skipstjóranum kleift að skanna þrjá kílómetra út frá hvorri hlið. Albert er hins vegar ekki viss um að mæliaðferðir Hafrannsóknastofnunar gefi sömu mynd og hann sá. „Það er nógu mikið af loðnu í mínum huga. En okkur finnst mælingareglurnar ekki vera alveg réttar.“ Og tortryggir breytingar sem gerðar voru fyrir einhverjum árum. „Það þarf að mæla mun meira núna heldur en þurfti hérna áður. En maður vonar það besta.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið er niðurstöðu fiskifræðinga. Loðnunæturnar í porti Hampiðjunnar má sjá fyrir framan stefni Víkings.Arnar Halldórsson Bæði uppsjávarveiðiskip Brims, Venus og Víkingur, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík. Áhafnirnar bíða átekta eftir græna ljósinu frá fiskifræðingum. „Við viljum fara að veiða, allavega fljótlega, svona þegar þetta fer að koma upp á grunnið.“ Í porti Hampiðjunnar á hafnarbakkanum bíður loðnunótin. „Já. Við erum klárir. Það er bara að taka nótina um borð og fara,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK-100. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vopnafjörður Akranes Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Fiskiskipið Víkingur kom til Reykjavíkur snemma í morgun frá Vopnafirði en þangað var skipið á leið til löndunar á kolmunna þegar skipstjórinn, Albert Sveinsson, var beðinn um kanna ábendingar frá togurum um loðnu. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Albert því sem hann sá á miðunum. Víkingur kom til Reykjavíkur í morgun eftir siglingu frá Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Og komum fljótlega í loðnu. Þar var mikið að sjá. Þykkar og góðar lóðningar. Og fylgdum þessu norður eftir í 45 sjómílur.“ -Og allsstaðar loðna? „Allsstaðar loðna.“ Öflug fiskleitartæki gerðu skipstjóranum kleift að skanna þrjá kílómetra út frá hvorri hlið. Albert er hins vegar ekki viss um að mæliaðferðir Hafrannsóknastofnunar gefi sömu mynd og hann sá. „Það er nógu mikið af loðnu í mínum huga. En okkur finnst mælingareglurnar ekki vera alveg réttar.“ Og tortryggir breytingar sem gerðar voru fyrir einhverjum árum. „Það þarf að mæla mun meira núna heldur en þurfti hérna áður. En maður vonar það besta.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið er niðurstöðu fiskifræðinga. Loðnunæturnar í porti Hampiðjunnar má sjá fyrir framan stefni Víkings.Arnar Halldórsson Bæði uppsjávarveiðiskip Brims, Venus og Víkingur, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík. Áhafnirnar bíða átekta eftir græna ljósinu frá fiskifræðingum. „Við viljum fara að veiða, allavega fljótlega, svona þegar þetta fer að koma upp á grunnið.“ Í porti Hampiðjunnar á hafnarbakkanum bíður loðnunótin. „Já. Við erum klárir. Það er bara að taka nótina um borð og fara,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK-100. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vopnafjörður Akranes Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52
Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38