„Lýðræðið hefur sigrað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 17:46 Joe Biden flutti sína fyrstu ræðu eftir að taka við embætti sem 46. forseti Bandaríkjanna. EPA/ERIN SCHAFF „Þetta er dagur Ameríku. Þetta er dagur lýðræðis. Dagur sögunnar og vonar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, við upphaf fyrstu ræðu sinnar eftir að hann sór formlega eið að embættinu við hátíðlega athöfn í dag. „Í dag fögnum við sigri, ekki sigri frambjóðenda, heldur sigri málstaðar. Málstaðar lýðræðis,“ sagði forsetinn ennfremur. „Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“ Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
„Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira