Drengurinn sem var í bifreiðinni sem fór út af veginum í Skötufirði og hafnaði í sjónum á laugardagsmorguninn lést í gær á Landspítala Háskólasjúkrahúsi
Nafn drengsins er Mikolaj Majewski og var hann á öðru ári. Tomasz Majewski faðir hans lenti einnig í slysinu og er líðan hans eftir atvikum góð samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum. Eftirlifandi hálf systir Mikolaj er , Wiktoria Majowska 12 ára, sem er búsett hér á landi ásamt móður sinni og fósturföður.
Móðir drengsins Kamila Majewska, lést á laugardagskvöld.
Von er á fjölskyldu Tomaszar og Kamilu frá Póllandi á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandanda er gert ráð fyrir að útför Kamilu og Mikolaj verði í Póllandi.
Rannsókn á tildrögum slyssins miðar vel samkvæmt upplýsingum frá lögreglu en ekki er hægt að segja frá niðurstöðu hennar að svo stöddu.

Lögreglan sendir eftirlifandi eiginmanni og föður sýnar innilegustu samúðarkveðjur. Þá vill lögreglan ítreka þakkir til viðbragðsaðila sem komu á vettvang og ekki síður þeirra fjögurra vegfarenda sem fyrstir komu að og veittu fyrstu hjálp.
Þá óskar Pólska sendiráðið á Íslandi aðstendum dýpstu samúðarkveðjur.
Bænastund verður haldin í Flateyrarkirkju í kvöld. Fjölnir Ásbjörnsson er sóknarprestur í Flateyrarkirkju.
„Það var bænastund einmitt á sunnudaginn var þar sem við opnuðum kirkjuna. Það tókst ákaflega vel og í kvöld ætlum við að opna kirkjunna klukkan frá 20-22. Fólk getur þá komið, kveikt á kertum, spjallað saman eða rætt við prest,“ segir Fjölnir.
Hann segir samfélagið slegið.
„Samfélagið er mjög náið á Flateyri, það þekkjast allir mjög vel og þetta hefur mikil áhrif vítt og breitt í samfélaginu. Fólk villl leggja sitt af mörkum til að aðstoða fjölskylduna,“ segir Fjölnir.
Stofnaður hefur verið söfnunareikningur fyrir Tomasz Majewski sem lenti í slysinu. Söfnunarfénu verður varið til að standa straum af útfararkostnaði, stuðningi við fjölskylduna og ferðum milli Íslands og Póllands. Reikningsnúmer er:0123-15-021551, kt: 031289-4089.