Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2021 18:31 Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. Síðasti dagur Donalds Trump í embætti er senn á enda en Biden verður forseti númer 46. á morgun. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Trump ætlar ekki að mæta á athöfnina og verður fyrsti forsetinn í hálfa aðra öld til að skrópa á innsetningarathöfn eftirmanns síns. Hann mun heldur ekki taka á móti þeim Joe og Jill Biden í Hvíta húsinu eins og hefð er ferinn. Almenningur hefur verið beðinn um að mæta heldur ekki á athöfnina, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásar stuðningsmanna Trumps á þinghúsið 6. janúar. Öryggisgæsla var hert mjög í borginni eftir árásina. Fleiri hermenn en í Írak og Afganistan Alls eru 25.000 þjóðvarðliðar við störf í borginni. Þrefalt fleiri en þeir átta þúsund sem voru þegar Trump tók við embætti fyrir fjórum árum og fimmfalt fleiri en hermennirnir 5.000 sem eru nú í Írak og Afganistan. Alríkislögreglan gerir nú bakgrunnsrannsóknir á þjóðvarðliðunum en samkvæmt varnarmálaráðuneytinu bendir ekkert til mögulegrar innanbúðarárásar. Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown, búsett í Washington.Aðsend Borgarbúar halda sig innandyra En hvernig er andrúmsloftið í Washington í ljósi þessa herta öryggis? Bryndís Bjarnadóttir meistaranemi er búsett í borginni. „Það er ekki hægt að fara út nema að sjá hermenn í fullum klæðum og með byssurnar sínar. Það er ekki það sem fólk vill dags daglega,“ segir Bryndís. Hún segir borgina minna á herstöð. „Þau eru búin að setja upp stöðvar úti um allt sem þú getur farið í gegnum og þá þarftu að sýna skilríki ef þú vilt komast inn á ákveðin svæði og þú þarft að vera með „resident card“ til að komast á ákveðin svæði. Þannig flestir sem ég þekki halda sig innan dyra eins og er.“ Þá segir Bryndís borgarbúa, sem langflestir kusu Biden, ekki eiga eftir að sakna Trumps. „Fólk hefur náttúrulega rosalega sterkar skoðanir á Trump og fyrst meirihlutinn eru Demókratar er fólk mjög spennt yfir því að Trump sé að fara.“ Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Síðasti dagur Donalds Trump í embætti er senn á enda en Biden verður forseti númer 46. á morgun. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Trump ætlar ekki að mæta á athöfnina og verður fyrsti forsetinn í hálfa aðra öld til að skrópa á innsetningarathöfn eftirmanns síns. Hann mun heldur ekki taka á móti þeim Joe og Jill Biden í Hvíta húsinu eins og hefð er ferinn. Almenningur hefur verið beðinn um að mæta heldur ekki á athöfnina, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásar stuðningsmanna Trumps á þinghúsið 6. janúar. Öryggisgæsla var hert mjög í borginni eftir árásina. Fleiri hermenn en í Írak og Afganistan Alls eru 25.000 þjóðvarðliðar við störf í borginni. Þrefalt fleiri en þeir átta þúsund sem voru þegar Trump tók við embætti fyrir fjórum árum og fimmfalt fleiri en hermennirnir 5.000 sem eru nú í Írak og Afganistan. Alríkislögreglan gerir nú bakgrunnsrannsóknir á þjóðvarðliðunum en samkvæmt varnarmálaráðuneytinu bendir ekkert til mögulegrar innanbúðarárásar. Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown, búsett í Washington.Aðsend Borgarbúar halda sig innandyra En hvernig er andrúmsloftið í Washington í ljósi þessa herta öryggis? Bryndís Bjarnadóttir meistaranemi er búsett í borginni. „Það er ekki hægt að fara út nema að sjá hermenn í fullum klæðum og með byssurnar sínar. Það er ekki það sem fólk vill dags daglega,“ segir Bryndís. Hún segir borgina minna á herstöð. „Þau eru búin að setja upp stöðvar úti um allt sem þú getur farið í gegnum og þá þarftu að sýna skilríki ef þú vilt komast inn á ákveðin svæði og þú þarft að vera með „resident card“ til að komast á ákveðin svæði. Þannig flestir sem ég þekki halda sig innan dyra eins og er.“ Þá segir Bryndís borgarbúa, sem langflestir kusu Biden, ekki eiga eftir að sakna Trumps. „Fólk hefur náttúrulega rosalega sterkar skoðanir á Trump og fyrst meirihlutinn eru Demókratar er fólk mjög spennt yfir því að Trump sé að fara.“
Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35
Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24