Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2021 13:52 Rannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggja upp í loðnuleit í byrjun mánaðarins frá Hafnarfirði. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin. Egill Aðalsteinsson Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. „Líkur eru til að þau nái að ljúka mælingu á því sem þar er á ferðinni í dag og á morgun. Upp úr því ætti að liggja fyrir hvað er mikið á ferðinni þar,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Spurningin er þá hvað er af loðnu fyrir norðan og vestan. Það er bræla í kortunum á næstunni.“ Hafrannsóknastofnun er í biðstöðu með að senda eigin rannsóknaskip af stað en stefnt er á annan stóran loðnuleitarleiðangur. „Við stefnum að mælingu fyrir norðan og vestan í næstu viku, þegar vindur gengur niður, á nokkrum skipum. Vonandi verður lagt í hann á mánudaginn. Þá verður hafsvæðið fyrir norðan kortlagt og vonandi líka fyrir vestan í Grænlandssundi. Ísinn er eitthvað að gefa sig og líkur til að hann hörfi meira í þessari stífu norðaustanátt sem er í kortunum næstu daga,“ segir Sigurður. Staðsetning leitarskipanna á öðrum tímanum í dag. Ásgrímur Halldórsson var syðst, austur af Seyðisfirði, Polar Amaroq var austur af Glettingi en Bjarni Ólafsson austur af Héraðsflóa.Hafrannsóknastofnun En hvenær má búast við að Hafrannsóknastofnun geti gefið út nýja ráðgjöf um veiðar úr loðnustofninum? Gæti það gerst strax í þessari viku, á grundvelli þess sem er að sjást á Austfjarðamiðum? „Það fer allt eftir því hvað mikið mælist fyrir austan. Spurningin er líka: Er þetta loðnan að hluta eða öllu sem var fyrir norðan í fyrri mælingum? Því er mjög mikilvægt að mæla þar líka aftur,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Staðsetningu leitarskipanna á Austfjarðamiðum má sjá hér á rauntíma. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
„Líkur eru til að þau nái að ljúka mælingu á því sem þar er á ferðinni í dag og á morgun. Upp úr því ætti að liggja fyrir hvað er mikið á ferðinni þar,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Spurningin er þá hvað er af loðnu fyrir norðan og vestan. Það er bræla í kortunum á næstunni.“ Hafrannsóknastofnun er í biðstöðu með að senda eigin rannsóknaskip af stað en stefnt er á annan stóran loðnuleitarleiðangur. „Við stefnum að mælingu fyrir norðan og vestan í næstu viku, þegar vindur gengur niður, á nokkrum skipum. Vonandi verður lagt í hann á mánudaginn. Þá verður hafsvæðið fyrir norðan kortlagt og vonandi líka fyrir vestan í Grænlandssundi. Ísinn er eitthvað að gefa sig og líkur til að hann hörfi meira í þessari stífu norðaustanátt sem er í kortunum næstu daga,“ segir Sigurður. Staðsetning leitarskipanna á öðrum tímanum í dag. Ásgrímur Halldórsson var syðst, austur af Seyðisfirði, Polar Amaroq var austur af Glettingi en Bjarni Ólafsson austur af Héraðsflóa.Hafrannsóknastofnun En hvenær má búast við að Hafrannsóknastofnun geti gefið út nýja ráðgjöf um veiðar úr loðnustofninum? Gæti það gerst strax í þessari viku, á grundvelli þess sem er að sjást á Austfjarðamiðum? „Það fer allt eftir því hvað mikið mælist fyrir austan. Spurningin er líka: Er þetta loðnan að hluta eða öllu sem var fyrir norðan í fyrri mælingum? Því er mjög mikilvægt að mæla þar líka aftur,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Staðsetningu leitarskipanna á Austfjarðamiðum má sjá hér á rauntíma.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06
Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38