Útköll á dælubíla voru síðan tvö talsins en þar bar hæst hæst eldur í bíl á rétt fyrir miðnætti í gær þar sem eldur kom upp í bíl á Vífilstaðavegi í Hafnarfirði.
Bíllinn var alelda þegar slökkvilið kom að en vel gekk að slökkva og ekkert tjón hlaust af að öðru leyti, en bíllinn sjálfur er hins vegar gjörónýtur.
Þá handtók lögregla mann sem stal vínflösku á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur og fékk hann að gista fangageymslu. Hann er einnig grunaður um brot á vopnalögum að því er segir í skeyti frá lögreglu.
Tvisvar í gærkvöldi var síðan tilkynnt um eignaspjöll í miðbænum. Fyrst var brotin rúða í tóbaksverslun í bænum og sá eigandi hennar tvo unga menn hlaupa af vettvangi. Síðar um kvöldið var rúða brotin í skartgripaverslun.