Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 15:08 Um 24 flutningabílum var ekið um miðbæ London og þeim lagt við þingið og ráðuneyti. AP/Alastair Grant Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum. Eins og staðan sé núna fylgi því of mikil skriffinska að flytja sjávarafurðir til Evrópu að Bretar geti ekki selt ferskan fisk þangað. Vegna tollaskoðana og annarskonar eftirlit hefur hægt á útflutningi Breta. Ástandið er svo slæmt, samkvæmt frétt Sky News, að kaupendur á meginlandinu hafa neitað að taka við afla frá Bretlandi vegna ástands hans. Á það sérstaklega við skelfisk þar sem hann liggur fyrr við skemmdum. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur heitið því að koma fyrirtækjunum til aðstoðar. Forsvarsmenn sjávarútvegs Bretlands og samfélaga sem hafa reitt á þann iðnað, voru meðal helstu stuðningsmanna Brexit og þá á þeim grundvelli að það myndi tryggja Bretum aftur full yfirráð yfir því hverjir veiða innan lögsögu ríkisins. Hlutfall ESB af heildarkvóta Breta mun lækka um fjórðung á næstu fimm árum og að þeim tíma loknum verður samið á nýjan leik. Nú er staðan hins vegar önnur og útgerðarmenn segja stöðuna hræðilega. Fiskurinn þeirra verði ónýtur áður en þeir geti selt hann. Einn skoskur útgerðarmaður hótaði því nýverið að sturta ónýtum afla sínum á þröskulda stjórnmálamanna. Rúmlega tuttugu flutningabílum var ekið um miðbæ London og mátti sjá merkingar á þeim um að Brexit væri að valda usla og að ríkisstjórnin væri vanhæf og hún væri að rústa skelfiskiðnaði Bretlands. Dozens of shellfish lorries from Scotland s coastal communities have descended on central London to highlight the export problems they have faced due to Brexit. https://t.co/iodv4Ure9J pic.twitter.com/Yf5fZzvCa2— STV News (@STVNews) January 18, 2021 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47 Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Eins og staðan sé núna fylgi því of mikil skriffinska að flytja sjávarafurðir til Evrópu að Bretar geti ekki selt ferskan fisk þangað. Vegna tollaskoðana og annarskonar eftirlit hefur hægt á útflutningi Breta. Ástandið er svo slæmt, samkvæmt frétt Sky News, að kaupendur á meginlandinu hafa neitað að taka við afla frá Bretlandi vegna ástands hans. Á það sérstaklega við skelfisk þar sem hann liggur fyrr við skemmdum. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur heitið því að koma fyrirtækjunum til aðstoðar. Forsvarsmenn sjávarútvegs Bretlands og samfélaga sem hafa reitt á þann iðnað, voru meðal helstu stuðningsmanna Brexit og þá á þeim grundvelli að það myndi tryggja Bretum aftur full yfirráð yfir því hverjir veiða innan lögsögu ríkisins. Hlutfall ESB af heildarkvóta Breta mun lækka um fjórðung á næstu fimm árum og að þeim tíma loknum verður samið á nýjan leik. Nú er staðan hins vegar önnur og útgerðarmenn segja stöðuna hræðilega. Fiskurinn þeirra verði ónýtur áður en þeir geti selt hann. Einn skoskur útgerðarmaður hótaði því nýverið að sturta ónýtum afla sínum á þröskulda stjórnmálamanna. Rúmlega tuttugu flutningabílum var ekið um miðbæ London og mátti sjá merkingar á þeim um að Brexit væri að valda usla og að ríkisstjórnin væri vanhæf og hún væri að rústa skelfiskiðnaði Bretlands. Dozens of shellfish lorries from Scotland s coastal communities have descended on central London to highlight the export problems they have faced due to Brexit. https://t.co/iodv4Ure9J pic.twitter.com/Yf5fZzvCa2— STV News (@STVNews) January 18, 2021
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47 Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47
Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21
Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01