Blendnar tilfinningar og ekki búið að fenna yfir hvernig að þessu var staðið Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 14:30 Jón Arnór Stefánsson og Brynjar Þór Björnsson hafa fagnað fjölda sigra saman í búningi KR en mætast á Hlíðarenda í kvöld. vísir/Vilhelm „Það verða örugglega blendnar tilfinningar hjá mjög mörgum í kvöld,“ segir Teitur Örlygsson um leik sem körfuboltaáhugafólk, og aðrir sem fíla gott drama, hafa beðið í ofvæni. Reykjavíkurslag Vals og KR í Dominos-deild karla. Valur og KR mætast á Hlíðarenda í kvöld kl. 20.15. Íslandsmeistarabikarinn hefur verið í Vesturbænum frá árinu 2014 og KR-ingar hafa ekki í hyggju að sleppa takinu af honum, en nú eru Valsmenn komnir í hóp keppinautanna. Valur fékk Pavel Ermolinskij frá KR fyrir síðasta tímabil og sótti svo í fyrravor þjálfarann sigursæla Finn Frey Stefánsson sem vann Íslandsmeistaratitil öll fimm ár sín sem þjálfari KR (2014-2018). Á eftir fylgdi svo besti leikmaður Íslandssögunnar, Jón Arnór Stefánsson, og loks enn ein stjarnan þegar Kristófer Acox hélt á Hlíðarenda, en báðir höfðu aðeins leikið fyrir KR hér á landi. Kristófer kvaddi KR vegna vangreiddra launa og sagði félagið skulda sér milljónir króna. Forsaga leiksins er því talsverð og tengingarnar sterkar á milli liðanna, og ekki er allt talið: „Það verða örugglega blendnar tilfinningar hjá mjög mörgum. Að vera að spila svona á móti öllum gömlu liðsfélögum sínum í hinum búningnum. Svo er Darri [Freyr Atlason, þjálfari KR] búinn að þjálfa kvennalið Vals og vera á Hlíðarenda hvern einasta dag í mörg ár. Þetta verður ótrúlega skemmtilegt,“ segir Teitur sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Held að þetta verði mjög grimmur leikur“ Jón Arnór, Pavel og Kristófer mæta núna mönnum á borð við Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson, Björn Kristjánsson og fleiri sem fagnað hafa með þeim fjölda titla í gegnum tíðina. „Þó að þetta séu kannski félagar, búnir að alast upp saman og vera meira saman en fjölskyldumeðlimir, þá held ég að þetta verði mjög grimmur leikur. Það er langt síðan að maður hefur verið spenntur fyrir Val-KR í körfubolta en maður er mjög spenntur núna Ég veit ekki hvort það verður augljóst fyrir alla en ég held að það verði svo sannarlega grimmd í mönnum. Þetta verður í undirmeðvitund manna. Þeir eru ekkert voðalega glaðir og það er ekkert búið að fenna yfir hvernig var að öllu þessu staðið. Það eru margir ósáttir ennþá. Bæði lið munu selja sig mjög dýrt,“ segir Teitur. KR líklegra en Valur til að landa titlinum Valur vann sterkan sigur gegn ÍR í fyrsta leik eftir hléið langa vegna kórónuveirunnar en KR tapaði naumlega fyrir Tindastóli þar sem Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin skoraði 47 stig fyrir KR. „Fyrir fram myndi ég telja Valsmenn sterkari, bæði á heimavelli og með þéttara lið í augnablikinu. Það eru einhverjar sögusagnir um að KR-ingar muni styrkja sig á næstu dögum. Þeir virðast hafa hitt á frábæran Kana, alla vega ef marka má fyrsta leikinn, en þurfa að styrkja sig undir körfunni. Það er eflaust það sem Darri er að skoða,“ segir Teitur. Aðspurður hvort liðanna, ef litið er framhjá öðrum meistarakandídötum, sé líklegra til að landa titlinum í lok tímabils segir Teitur hins vegar: „Ef ég ætti að velja á milli þessara tveggja liða myndi ég segja KR, því ég veit að KR á eftir að styrkja sig og þessi hefð er svo sterk þar. Það væri auðvitað mikið afrek ef að Finnur næði að landa þessu strax á fyrsta ári fyrir Valsmenn. Þeir eru búnir að bíða ansi lengi.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Valur og KR mætast á Hlíðarenda í kvöld kl. 20.15. Íslandsmeistarabikarinn hefur verið í Vesturbænum frá árinu 2014 og KR-ingar hafa ekki í hyggju að sleppa takinu af honum, en nú eru Valsmenn komnir í hóp keppinautanna. Valur fékk Pavel Ermolinskij frá KR fyrir síðasta tímabil og sótti svo í fyrravor þjálfarann sigursæla Finn Frey Stefánsson sem vann Íslandsmeistaratitil öll fimm ár sín sem þjálfari KR (2014-2018). Á eftir fylgdi svo besti leikmaður Íslandssögunnar, Jón Arnór Stefánsson, og loks enn ein stjarnan þegar Kristófer Acox hélt á Hlíðarenda, en báðir höfðu aðeins leikið fyrir KR hér á landi. Kristófer kvaddi KR vegna vangreiddra launa og sagði félagið skulda sér milljónir króna. Forsaga leiksins er því talsverð og tengingarnar sterkar á milli liðanna, og ekki er allt talið: „Það verða örugglega blendnar tilfinningar hjá mjög mörgum. Að vera að spila svona á móti öllum gömlu liðsfélögum sínum í hinum búningnum. Svo er Darri [Freyr Atlason, þjálfari KR] búinn að þjálfa kvennalið Vals og vera á Hlíðarenda hvern einasta dag í mörg ár. Þetta verður ótrúlega skemmtilegt,“ segir Teitur sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Held að þetta verði mjög grimmur leikur“ Jón Arnór, Pavel og Kristófer mæta núna mönnum á borð við Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson, Björn Kristjánsson og fleiri sem fagnað hafa með þeim fjölda titla í gegnum tíðina. „Þó að þetta séu kannski félagar, búnir að alast upp saman og vera meira saman en fjölskyldumeðlimir, þá held ég að þetta verði mjög grimmur leikur. Það er langt síðan að maður hefur verið spenntur fyrir Val-KR í körfubolta en maður er mjög spenntur núna Ég veit ekki hvort það verður augljóst fyrir alla en ég held að það verði svo sannarlega grimmd í mönnum. Þetta verður í undirmeðvitund manna. Þeir eru ekkert voðalega glaðir og það er ekkert búið að fenna yfir hvernig var að öllu þessu staðið. Það eru margir ósáttir ennþá. Bæði lið munu selja sig mjög dýrt,“ segir Teitur. KR líklegra en Valur til að landa titlinum Valur vann sterkan sigur gegn ÍR í fyrsta leik eftir hléið langa vegna kórónuveirunnar en KR tapaði naumlega fyrir Tindastóli þar sem Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin skoraði 47 stig fyrir KR. „Fyrir fram myndi ég telja Valsmenn sterkari, bæði á heimavelli og með þéttara lið í augnablikinu. Það eru einhverjar sögusagnir um að KR-ingar muni styrkja sig á næstu dögum. Þeir virðast hafa hitt á frábæran Kana, alla vega ef marka má fyrsta leikinn, en þurfa að styrkja sig undir körfunni. Það er eflaust það sem Darri er að skoða,“ segir Teitur. Aðspurður hvort liðanna, ef litið er framhjá öðrum meistarakandídötum, sé líklegra til að landa titlinum í lok tímabils segir Teitur hins vegar: „Ef ég ætti að velja á milli þessara tveggja liða myndi ég segja KR, því ég veit að KR á eftir að styrkja sig og þessi hefð er svo sterk þar. Það væri auðvitað mikið afrek ef að Finnur næði að landa þessu strax á fyrsta ári fyrir Valsmenn. Þeir eru búnir að bíða ansi lengi.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45
Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29