Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Sylvía Hall skrifar 16. janúar 2021 16:13 Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunum í Bretlandi og óttast sérfræðingar að það komi til með að aukast á næstu vikum. Getty/David Cliff Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. Álagið á heilbrigðiskerfið þar í landi hefur aukist undanfarnar vikur þar sem smitum fer enn fjölgandi. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði, hefur bætt gráu ofan á svart og hefur metfjöldi smita greinst undanfarnar vikur. Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í Bretlandi nálgast nú níutíu þúsund frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins óttast starfsfólk að geta ekki sinnt öllum þeim sem sækjast eftir læknisaðstoð á næstu vikum. Þannig gæti þurft að vísa einhverjum frá sem nauðsynlega þurfa að komast undir læknishendur. Boris hafi sjálfur talað um siðferðilegt stórslys Samtök heilbrigðisstarfsfólks hafa skrifað til ráðherra og bent þeim á að heilbrigðisstarfsmenn séu í hættu á að verða ákærðir fyrir að valda dauðsföllum með ólögmætum hætti. Í bréfinu er jafnframt tekið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi sjálfur sagt að of mikið álag á heilbrigðisstofnanir yrði „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ þar sem starfsfólk yrði sett í þá stöðu að velja hverjir myndu lifa og hverjir myndu deyja. „Yfirmenn á heilbrigðisstofnunum telja nú mikla hættu á því að heilbrigðiskerfið geti ekki staðið undir álaginu á næstu vikum. Meðlimir okkar óttast ekki aðeins að vera settir í þá stöðu, heldur einnig að þeir geti átt í hættu að lenda í sakamálarannsókn af hálfu lögreglunnar,“ segir í bréfinu til ráðherranna. Kallað er eftir lagasetningu sem myndi vernda lækna og hjúkrunarfræðinga fyrir slíkum ákærum í ljósi þess að þeir gætu nú verið settir í aðstæður sem þeir hafa enga stjórn á. Þær leiðbeiningar sem nú séu í gildi veiti ekki nægilega vernd. „Það að veita sjúklingum bestu mögulegu meðferð er ávallt í forgangi hjá öllum læknum. Við teljum það ekki rétt að heilbrigðissérfræðingar þurfi mögulega að glíma við þær siðferðilegu og andlegu afleiðingar sem fylgja því að taka ákvarðanir út frá því hvernig takmörkuðum gæðum er dreift, á sama tíma og þeir geti átt í hættu á að verða ákærðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11. janúar 2021 18:47 Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. 11. janúar 2021 08:15 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Álagið á heilbrigðiskerfið þar í landi hefur aukist undanfarnar vikur þar sem smitum fer enn fjölgandi. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði, hefur bætt gráu ofan á svart og hefur metfjöldi smita greinst undanfarnar vikur. Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í Bretlandi nálgast nú níutíu þúsund frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins óttast starfsfólk að geta ekki sinnt öllum þeim sem sækjast eftir læknisaðstoð á næstu vikum. Þannig gæti þurft að vísa einhverjum frá sem nauðsynlega þurfa að komast undir læknishendur. Boris hafi sjálfur talað um siðferðilegt stórslys Samtök heilbrigðisstarfsfólks hafa skrifað til ráðherra og bent þeim á að heilbrigðisstarfsmenn séu í hættu á að verða ákærðir fyrir að valda dauðsföllum með ólögmætum hætti. Í bréfinu er jafnframt tekið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi sjálfur sagt að of mikið álag á heilbrigðisstofnanir yrði „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ þar sem starfsfólk yrði sett í þá stöðu að velja hverjir myndu lifa og hverjir myndu deyja. „Yfirmenn á heilbrigðisstofnunum telja nú mikla hættu á því að heilbrigðiskerfið geti ekki staðið undir álaginu á næstu vikum. Meðlimir okkar óttast ekki aðeins að vera settir í þá stöðu, heldur einnig að þeir geti átt í hættu að lenda í sakamálarannsókn af hálfu lögreglunnar,“ segir í bréfinu til ráðherranna. Kallað er eftir lagasetningu sem myndi vernda lækna og hjúkrunarfræðinga fyrir slíkum ákærum í ljósi þess að þeir gætu nú verið settir í aðstæður sem þeir hafa enga stjórn á. Þær leiðbeiningar sem nú séu í gildi veiti ekki nægilega vernd. „Það að veita sjúklingum bestu mögulegu meðferð er ávallt í forgangi hjá öllum læknum. Við teljum það ekki rétt að heilbrigðissérfræðingar þurfi mögulega að glíma við þær siðferðilegu og andlegu afleiðingar sem fylgja því að taka ákvarðanir út frá því hvernig takmörkuðum gæðum er dreift, á sama tíma og þeir geti átt í hættu á að verða ákærðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11. janúar 2021 18:47 Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. 11. janúar 2021 08:15 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17
Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11. janúar 2021 18:47
Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. 11. janúar 2021 08:15