Skipverjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2021 09:30 Frá komu Júlíusar Geirmundssonar í Ísafjarðarhöfn í október síðastliðnum. Hafþór Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða. Tuttugu og tveir skipverjar af tuttugu og fimm sýktust af kórónuveirunni um borð í frystitogaranum í október síðastliðnum. Skipstjórinn, Sveinn Geir Arnarsson, játaði sök þegar mál gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtudag. Var honum gert að greiða 750 þúsund króna sekt og sæta sviptingu skipstjórnarréttinda í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ „Að því gefnu að upplýsingar félagsins séu réttar er allur vafi tekinn af varðandi réttarstöðu þeirra skipverja sem staðið hafa í veikindum í veiðiferðinni og í kjölfar hennar, en útgerð er ábyrg fyrir ákvörðunum skipstjóra valdist skaði af. Heilsufar flestra skipverja hefur sem betur fer verið að þokast til betri vegar, en þeir sem enn glíma við veikindi eru nú í vissu um að þeir haldi launum til jafns við það sem þeir hefðu haft væru þeir vinnufærir og heilir heilsu,“ segir í yfirlýsingu VerkVest. Skipverjar undrandi á refsingunni Þá segir í yfirlýsingu að skipverjar sem hafi haft samband við verkalýðsfélagið séu undrandi á að hafa gengið í gegnum tímabil þar sem þeir töldu lífi sínu og heilsu ógnað, „og sjá svo að refsingin sem skipstjórinn er dæmdur til sé ekki ólík refsingu fyrir samlokustuld í Krónunni,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni er einnig tæpt á því að sú þjáning sem skipstjórinn hefur orðið fyrir „vegna sinna mistaka, ekki ásetningsbrots, heldur mistaka og dómgreindarleysis,“ sé minna í sviðsljósinu. Telur verkalýðsfélagið að í málinu hafi allir tapað og er það von félagsins að íslenskir sjómenn þurfi aldrei að upplifa annað slíkt mál um ókomna tíð. „Nú er liðið vel á þriðja mánuð frá því þessari örlagaríku veiðiferð lauk og þrátt fyrir batnandi heilsu flestra skipverja á það ekki við um alla, en of snemmt er að segja til um hvort allir nái fullri heilsu á ný. Allir sem að málinu koma gera sitt besta til að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur, en ekki er hægt að líta fram hjá því að hvorki er um slys né veikindi af eðlilegum orsökum að ræða.“ Þá segir að rangar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi valdið skipverjum alvarlegum skaða. Samfélagslegur kostnaður vegna þess sé nú þegar orðinn gríðarlegur, sem og fjárhagsskaði útgerðarinnar. Álitshnekkir fyrir svæðið verði ekki metnir til fjár. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Tuttugu og tveir skipverjar af tuttugu og fimm sýktust af kórónuveirunni um borð í frystitogaranum í október síðastliðnum. Skipstjórinn, Sveinn Geir Arnarsson, játaði sök þegar mál gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtudag. Var honum gert að greiða 750 þúsund króna sekt og sæta sviptingu skipstjórnarréttinda í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ „Að því gefnu að upplýsingar félagsins séu réttar er allur vafi tekinn af varðandi réttarstöðu þeirra skipverja sem staðið hafa í veikindum í veiðiferðinni og í kjölfar hennar, en útgerð er ábyrg fyrir ákvörðunum skipstjóra valdist skaði af. Heilsufar flestra skipverja hefur sem betur fer verið að þokast til betri vegar, en þeir sem enn glíma við veikindi eru nú í vissu um að þeir haldi launum til jafns við það sem þeir hefðu haft væru þeir vinnufærir og heilir heilsu,“ segir í yfirlýsingu VerkVest. Skipverjar undrandi á refsingunni Þá segir í yfirlýsingu að skipverjar sem hafi haft samband við verkalýðsfélagið séu undrandi á að hafa gengið í gegnum tímabil þar sem þeir töldu lífi sínu og heilsu ógnað, „og sjá svo að refsingin sem skipstjórinn er dæmdur til sé ekki ólík refsingu fyrir samlokustuld í Krónunni,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni er einnig tæpt á því að sú þjáning sem skipstjórinn hefur orðið fyrir „vegna sinna mistaka, ekki ásetningsbrots, heldur mistaka og dómgreindarleysis,“ sé minna í sviðsljósinu. Telur verkalýðsfélagið að í málinu hafi allir tapað og er það von félagsins að íslenskir sjómenn þurfi aldrei að upplifa annað slíkt mál um ókomna tíð. „Nú er liðið vel á þriðja mánuð frá því þessari örlagaríku veiðiferð lauk og þrátt fyrir batnandi heilsu flestra skipverja á það ekki við um alla, en of snemmt er að segja til um hvort allir nái fullri heilsu á ný. Allir sem að málinu koma gera sitt besta til að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur, en ekki er hægt að líta fram hjá því að hvorki er um slys né veikindi af eðlilegum orsökum að ræða.“ Þá segir að rangar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi valdið skipverjum alvarlegum skaða. Samfélagslegur kostnaður vegna þess sé nú þegar orðinn gríðarlegur, sem og fjárhagsskaði útgerðarinnar. Álitshnekkir fyrir svæðið verði ekki metnir til fjár.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira