Biden vill bæta í bólusetningar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2021 07:57 Joe Biden í gær. AP/Matt Slocum Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. Hyggst Biden láta fjölga bólusetningarstöðum og auka birgðir af bóluefni til þess að tryggja að markmið hans um að hundrað milljónir Bandaríkjamanna verði bólusettar á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Sum velta fyrir sér hvort við séum að teygja okkur of langt. Leyfið mér að vera alveg skýr, ég er sannfærður um að við getum gert þetta,“ sagði Biden í ræðu í gær. Í fyrradag kynnti Biden 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka sem ætlað er að örva efnahag Bandaríkjanna og draga úr áfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Faraldurinn hefur komið einna verst niður á Bandaríkjunum en í engu öðru ríki heims hafa fleiri greinst með Covid-19. Um 400 milljarðar dollara af 1.900 eiga að fara í verkefni sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar eða minnka skaðann sem af henni hlýst. Þannig verður peningunum varið í að koma upp fjöldabólusetningarstöðvum, bæta smitrakningu og auka raðgreiningargetu, svo eitthvað sé nefnt. Sagðist Biden handviss um að mögulegt væri að ráðast í verkið af fullum krafti en ítrekaði þó að Bandaríkjaþing þyrfti að samþykkja ráðstöfunina. Demókrataflokkurinn, flokkur Bidens, er með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá biðlaði Biden til fólks að sýna áfram varúð og sinna persónubundnum smitvörnum, nota grímur, forðast mannamót og stunda reglulegan handþvott. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Hyggst Biden láta fjölga bólusetningarstöðum og auka birgðir af bóluefni til þess að tryggja að markmið hans um að hundrað milljónir Bandaríkjamanna verði bólusettar á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Sum velta fyrir sér hvort við séum að teygja okkur of langt. Leyfið mér að vera alveg skýr, ég er sannfærður um að við getum gert þetta,“ sagði Biden í ræðu í gær. Í fyrradag kynnti Biden 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka sem ætlað er að örva efnahag Bandaríkjanna og draga úr áfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Faraldurinn hefur komið einna verst niður á Bandaríkjunum en í engu öðru ríki heims hafa fleiri greinst með Covid-19. Um 400 milljarðar dollara af 1.900 eiga að fara í verkefni sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar eða minnka skaðann sem af henni hlýst. Þannig verður peningunum varið í að koma upp fjöldabólusetningarstöðvum, bæta smitrakningu og auka raðgreiningargetu, svo eitthvað sé nefnt. Sagðist Biden handviss um að mögulegt væri að ráðast í verkið af fullum krafti en ítrekaði þó að Bandaríkjaþing þyrfti að samþykkja ráðstöfunina. Demókrataflokkurinn, flokkur Bidens, er með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá biðlaði Biden til fólks að sýna áfram varúð og sinna persónubundnum smitvörnum, nota grímur, forðast mannamót og stunda reglulegan handþvott.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira