Stjórnvöld gerðu í kjölfarið fleiri samninga við Icelandair á sama grunni til að viðhalda flugsamgöngum á sama tíma og millilandaflug lagðist í dvala um allan heim vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru.
Vefmiðillinn Túristi greinir frá upphæðinni en samningurinn sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gerði við Icelandair í maí heimilaði að heildarkostnaður vegna hans gæti að hámarki numið 500 milljónum króna.
Frá 27. júní hafa samningar einungis gilt um um flug til Boston í Bandaríkjunum en þar að auki gerði ráðuneytið viðaukasamning við Icelandair vegna flugs til Alicante í apríl.
Í síðustu viku greindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið frá því að það hafi gert nýjan samning við Icelandair sem geri ráð fyrir því að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston fram til 31. mars. Er gert ráð fyrir því að hægt verði að framlengja samninginn undir lok tímabilsins.