Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. janúar 2021 12:05 Sylwia og Guðmundur Felix. Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. „Ég talaði við hann í fyrsta skipti í morgun eftir aðgerðina. Hann hefur það mjög, mjög gott og var ótrúlega bjartsýnn og jákvæður,“ segir Sylwia í samtali við fréttastofu. Draumurinn rættist sléttum 23 árum síðar Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Draumurinn rættist svo loks þegar hann fór í fimmtán klukkustunda aðgerð í Lyon í Frakklandi í fyrradag, 13. janúar, nánast sléttum 23 árum eftir slysið, sem varð þann 12. janúar 1998. „Ég er með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Felix segist vera einstaklega þakklátur öllum þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslendingum og segir að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir íslensku þjóðanna,“ segir hún. Táknrænn dagur Sylwia nefnir að dagurinn hafi ekki síður verið táknrænn. „Við höfðum allan tímann trú á að aðgerðin mundi ganga vel. Við hugsuðum aldrei hvað ef. En okkur þótti dagsetningin líka ótrúleg, að aðgerðin skuli hafa verið nánast sama dag og slysið varð.“ Hún segir það hafa verið óvænta ánægju að fá að sjá myndir af handleggjunum. „Þær líta mjög vel út,“ segir Sylwia. Aðspurð segist hún sjálf hafa það gott. Biðin eftir aðgerðinni hafi vissulega reynst erfið, og að þau hafi oft orðið pirruð og óþolinmóð en alltaf haldið í vonina. Hún segir mikla endurhæfingu fram undan en að aðgerðin muni breyta lífi þeirra til frambúðar. Þau séu staðráðin í að takast á við verkefnið í sameiningu, með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Frakkland Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
„Ég talaði við hann í fyrsta skipti í morgun eftir aðgerðina. Hann hefur það mjög, mjög gott og var ótrúlega bjartsýnn og jákvæður,“ segir Sylwia í samtali við fréttastofu. Draumurinn rættist sléttum 23 árum síðar Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Draumurinn rættist svo loks þegar hann fór í fimmtán klukkustunda aðgerð í Lyon í Frakklandi í fyrradag, 13. janúar, nánast sléttum 23 árum eftir slysið, sem varð þann 12. janúar 1998. „Ég er með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Felix segist vera einstaklega þakklátur öllum þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslendingum og segir að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir íslensku þjóðanna,“ segir hún. Táknrænn dagur Sylwia nefnir að dagurinn hafi ekki síður verið táknrænn. „Við höfðum allan tímann trú á að aðgerðin mundi ganga vel. Við hugsuðum aldrei hvað ef. En okkur þótti dagsetningin líka ótrúleg, að aðgerðin skuli hafa verið nánast sama dag og slysið varð.“ Hún segir það hafa verið óvænta ánægju að fá að sjá myndir af handleggjunum. „Þær líta mjög vel út,“ segir Sylwia. Aðspurð segist hún sjálf hafa það gott. Biðin eftir aðgerðinni hafi vissulega reynst erfið, og að þau hafi oft orðið pirruð og óþolinmóð en alltaf haldið í vonina. Hún segir mikla endurhæfingu fram undan en að aðgerðin muni breyta lífi þeirra til frambúðar. Þau séu staðráðin í að takast á við verkefnið í sameiningu, með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi.
Frakkland Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira