Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2021 21:11 Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, þjónustufyrirtækis á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. „Mín gagnrýni beinist ekki gegn sóttvarnalækni, hún beinist gegn því að hann er núna í tvígang búinn að óska eftir því að annað hvort sé tvöföld skimun eða þá að menn séu skikkaðir í sóttvarnahús,“ sagði Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í stað þess að laga reglugerðina, þannig að sóttvarnalæknir hafi raunverulega lagaheimild til þess að beita þessum meðulum, erum við núna að setja plástur hugsanlega, sem er gríðarlega íþyngjandi fyrir flugið og afleiðingin verður sú að það leggst niður þetta litla flug sem eftir er“ segir Sigþór. Ráðherra hefur í bæði skiptin sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnlæknir, óskaði eftir að tvöföld sýnataka yrði gerð skyld hafnað því. Nú hefur Þórólfur lagt fram tillögu þess efnis að gera kröfu á landamærunum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Sigþór telur ómögulegt fyrir marga að fá vottorð fyrir því á 48 klukkustundum. „Nei, það er í mörgum löndum ekki hægt og þetta er ekki svona einfalt. Hann segir nauðsynlegt að frumvarpið verði drifið í gegn á Alþingi. „Við erum hérna með Suðurnesin sem eru eins og t.d. í Reykjanesbæ með 25 prósent atvinnuleysi, og í stað þess að við séum að laga stöðuna erum við að gera hana verri,“ segir Sigþór Kristinn. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. 14. janúar 2021 14:01 Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35 Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35 Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. 13. janúar 2021 19:21 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Mín gagnrýni beinist ekki gegn sóttvarnalækni, hún beinist gegn því að hann er núna í tvígang búinn að óska eftir því að annað hvort sé tvöföld skimun eða þá að menn séu skikkaðir í sóttvarnahús,“ sagði Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í stað þess að laga reglugerðina, þannig að sóttvarnalæknir hafi raunverulega lagaheimild til þess að beita þessum meðulum, erum við núna að setja plástur hugsanlega, sem er gríðarlega íþyngjandi fyrir flugið og afleiðingin verður sú að það leggst niður þetta litla flug sem eftir er“ segir Sigþór. Ráðherra hefur í bæði skiptin sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnlæknir, óskaði eftir að tvöföld sýnataka yrði gerð skyld hafnað því. Nú hefur Þórólfur lagt fram tillögu þess efnis að gera kröfu á landamærunum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Sigþór telur ómögulegt fyrir marga að fá vottorð fyrir því á 48 klukkustundum. „Nei, það er í mörgum löndum ekki hægt og þetta er ekki svona einfalt. Hann segir nauðsynlegt að frumvarpið verði drifið í gegn á Alþingi. „Við erum hérna með Suðurnesin sem eru eins og t.d. í Reykjanesbæ með 25 prósent atvinnuleysi, og í stað þess að við séum að laga stöðuna erum við að gera hana verri,“ segir Sigþór Kristinn.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. 14. janúar 2021 14:01 Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35 Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35 Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. 13. janúar 2021 19:21 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. 14. janúar 2021 14:01
Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35
Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35
Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. 13. janúar 2021 19:21