Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:35 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða á landamærunum vegna Covid-19. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Þórólfur hafði áður lagt til við ráðherra að val um fjórtán daga sóttkví yrði afnumið og til vara, ef það væri ekki hægt, að skylda þá sem velja slíka sóttkví til að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að heilbrigðisráðuneytið teldi ekki lagastoð fyrir þessum úrræðum. Því hefði hann lagt til leiðina um vottorðið. Sú tillaga er nú til skoðunar hjá ráðuneytinu. Fjölmargir hafa greinst með virkt smit á landamærunum og sagði Þórólfur það vekja upp áhyggjur. Þótt aðgerðir á landamærum hefðu skilað árangri þá þyrfti að grípa til frekari aðgerða vegna útbreiðslu faraldursins erlendis. Þá vísaði Þórólfur einnig í mikla útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis sem talið er mun meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar. Þórólfur sagði dæmi um að hlutfall smitaðra í einstaka flugvélum væri allt upp í tíu prósent. Hann sagði að fyrir nokkrum vikum hefði hlutfall smitaðra á landamærum verið langt undir einu prósenti á heildina litið en nú væri það nokkuð yfir þeirri tölu. Því þyrfti að gera allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir að smit kæmist inn í landið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Þórólfur hafði áður lagt til við ráðherra að val um fjórtán daga sóttkví yrði afnumið og til vara, ef það væri ekki hægt, að skylda þá sem velja slíka sóttkví til að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að heilbrigðisráðuneytið teldi ekki lagastoð fyrir þessum úrræðum. Því hefði hann lagt til leiðina um vottorðið. Sú tillaga er nú til skoðunar hjá ráðuneytinu. Fjölmargir hafa greinst með virkt smit á landamærunum og sagði Þórólfur það vekja upp áhyggjur. Þótt aðgerðir á landamærum hefðu skilað árangri þá þyrfti að grípa til frekari aðgerða vegna útbreiðslu faraldursins erlendis. Þá vísaði Þórólfur einnig í mikla útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis sem talið er mun meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar. Þórólfur sagði dæmi um að hlutfall smitaðra í einstaka flugvélum væri allt upp í tíu prósent. Hann sagði að fyrir nokkrum vikum hefði hlutfall smitaðra á landamærum verið langt undir einu prósenti á heildina litið en nú væri það nokkuð yfir þeirri tölu. Því þyrfti að gera allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir að smit kæmist inn í landið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira