Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2021 10:16 Sjúklingurinn sem greindist á Landspítalanum hafði áður verið á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Vísir/vilhelm Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Sýni hafa verið tekin og eru þau á leið suður til greiningar. Fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að viðbragðsstjórn hafi komið saman í morgun og fært sjúkrahúsið á hættustig. Greint var frá því í gær að sjúklingur hafi greinst með Covid-19 á blóð- og krabbameinsdeild Landspítala. Nýlega höfðu verið tekin sýni úr sjúklingnum á Ísafirði sem reyndust neikvæð. Sumir starfsmenn fengið fyrri bólusetningu „Þessi ákvörðun viðbragðsstjórnar stofnunarinnar var tekin til að gæta fyllsta öryggis. Sjúklingum er ekki hætta búin og öllum alvarlegum tilvikum verður hægt að sinna. Sumir starfsmannanna hafa þegar fengið fyrri bólusetningu og eru þar með komnir með vörn að hluta fyrir veirunni,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Að sögn Landspítalans er enginn grunur um smit hjá sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítala þrátt fyrir að sjúklingurinn hafi greinst með Covid-19 í gærkvöldi. Er það vegna þess hversu stutt sjúklingurinn lá á deildinni en hann var lagður inn síðdegis á þriðjudag. Deildinni hefur nú verið lokað en von er á niðurstöðum úr skimun starfsmanna og sjúklinga síðar í dag. Sóttkví starfsmanna á sjúkrahúsinu á Ísafirði mun hafa talsverð áhrif á þjónustu rannsóknadeildar, röntgendeildar og skurð- og slysadeildar. Reynist sýni þeirra neikvæð ætti að vera hægt að aflétta hættustiginu þar í kvöld, að sögn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjúkrahúsið á Ísafirði á hættustig vegna Covid-smits Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða kom saman í morgun...Posted by Heilbrigðisstofnun Vestfjarða on Thursday, January 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. 14. janúar 2021 08:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sýni hafa verið tekin og eru þau á leið suður til greiningar. Fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að viðbragðsstjórn hafi komið saman í morgun og fært sjúkrahúsið á hættustig. Greint var frá því í gær að sjúklingur hafi greinst með Covid-19 á blóð- og krabbameinsdeild Landspítala. Nýlega höfðu verið tekin sýni úr sjúklingnum á Ísafirði sem reyndust neikvæð. Sumir starfsmenn fengið fyrri bólusetningu „Þessi ákvörðun viðbragðsstjórnar stofnunarinnar var tekin til að gæta fyllsta öryggis. Sjúklingum er ekki hætta búin og öllum alvarlegum tilvikum verður hægt að sinna. Sumir starfsmannanna hafa þegar fengið fyrri bólusetningu og eru þar með komnir með vörn að hluta fyrir veirunni,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Að sögn Landspítalans er enginn grunur um smit hjá sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítala þrátt fyrir að sjúklingurinn hafi greinst með Covid-19 í gærkvöldi. Er það vegna þess hversu stutt sjúklingurinn lá á deildinni en hann var lagður inn síðdegis á þriðjudag. Deildinni hefur nú verið lokað en von er á niðurstöðum úr skimun starfsmanna og sjúklinga síðar í dag. Sóttkví starfsmanna á sjúkrahúsinu á Ísafirði mun hafa talsverð áhrif á þjónustu rannsóknadeildar, röntgendeildar og skurð- og slysadeildar. Reynist sýni þeirra neikvæð ætti að vera hægt að aflétta hættustiginu þar í kvöld, að sögn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjúkrahúsið á Ísafirði á hættustig vegna Covid-smits Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða kom saman í morgun...Posted by Heilbrigðisstofnun Vestfjarða on Thursday, January 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. 14. janúar 2021 08:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39
Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. 14. janúar 2021 08:32