Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 16:44 Nemendur og starfsfólk í Borgarholtsskóla er að sögn skólameistara í áfalli vegna atburða dagsins. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi og ekki liggja fyrir upplýsingar um hve margir hafa stöðu grunaðs í málinu. Einn var leiddur í burtu í handjárnum úr Borgarholtsskóla. Tilkynning um átökin barst lögreglu klukkan 12:37. Skólastjóri segir árásarmenn hafa verið vopnaðir bareflum eins og hafnaboltakylfum og mjög löngum og stórum hnífum. Elín Agnes sagðist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Reikna mætti með því að línur í málinu myndu skýrast í kvöld og á morgun. Í samtölum fréttastofu við nemendur í Borgarholtsskóla þá virðist almennur skilningur á atburðarásinni vera á þá leið að nokkrir vopnaðir aðilar hafi komið í Borgarholtsskóla til að leita uppi aðila. Sá hafi að sögn nemenda ekki mætt til fundar við þá utan við skólann og þeir því ætlað að leita hann uppi. Að minnsta kosti einn þeirra sex sem fóru á slysadeild var fluttur á sjúkrabörum út úr skólanum. Þá hafa myndir verið í gangi á samfélagsmiðlum þar sem sjá má einn aðila blóðugan um höfuð. Muni breyta íslensku samfélagi til frambúðar Ársæll Guðmundsson skólameistari í Borgarholtsskóla lýsti atburðarásinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Vopnaðir aðilar hefðu komið inn í skólann og slagsmál brotist út. Um grafalvarlegt mál væri að ræða sem yrði til þess að breyta ýmsu í íslensku samfélagi. „Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. Hann lýsti því hvernig slagsmálin hefðu brotist út á einum ganginum til að byrja með. Starfsmenn hefðu brugðist mjög hratt við. Lögregla hefði mætt á svæði í flýti og öllum komið í skjól. Skólinn hafi svo verið rýmdur og grandskoðaður. Leitað um alla ganga en lögregla notaðist við leitarhunda í nágrenni skólans. Skólasamfélagið þurfi að fara yfir verkferla Ársæll segir skólastjórnendur í framhaldsskólum hafa rætt um öryggi í skólum í fjölda ára vegna atburða erlendis og hvernig íslensku skólarnir séu í stakk búnir hvað það varði. Framhaldsskólar eru almennt opnir og engin öryggisgæsla. Vísar hann þar til skyndilegra árása á skóla, sem gerist til að mynda með reglulegu millibili í Bandaríkjunum, þar sem vopnaðir aðilar hafa ráðist til atlögu með skelfilegum afleiðingum. „Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Lögreglumál Tengdar fréttir Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Rannsókn málsins er sögð á frumstigi og ekki liggja fyrir upplýsingar um hve margir hafa stöðu grunaðs í málinu. Einn var leiddur í burtu í handjárnum úr Borgarholtsskóla. Tilkynning um átökin barst lögreglu klukkan 12:37. Skólastjóri segir árásarmenn hafa verið vopnaðir bareflum eins og hafnaboltakylfum og mjög löngum og stórum hnífum. Elín Agnes sagðist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Reikna mætti með því að línur í málinu myndu skýrast í kvöld og á morgun. Í samtölum fréttastofu við nemendur í Borgarholtsskóla þá virðist almennur skilningur á atburðarásinni vera á þá leið að nokkrir vopnaðir aðilar hafi komið í Borgarholtsskóla til að leita uppi aðila. Sá hafi að sögn nemenda ekki mætt til fundar við þá utan við skólann og þeir því ætlað að leita hann uppi. Að minnsta kosti einn þeirra sex sem fóru á slysadeild var fluttur á sjúkrabörum út úr skólanum. Þá hafa myndir verið í gangi á samfélagsmiðlum þar sem sjá má einn aðila blóðugan um höfuð. Muni breyta íslensku samfélagi til frambúðar Ársæll Guðmundsson skólameistari í Borgarholtsskóla lýsti atburðarásinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Vopnaðir aðilar hefðu komið inn í skólann og slagsmál brotist út. Um grafalvarlegt mál væri að ræða sem yrði til þess að breyta ýmsu í íslensku samfélagi. „Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. Hann lýsti því hvernig slagsmálin hefðu brotist út á einum ganginum til að byrja með. Starfsmenn hefðu brugðist mjög hratt við. Lögregla hefði mætt á svæði í flýti og öllum komið í skjól. Skólinn hafi svo verið rýmdur og grandskoðaður. Leitað um alla ganga en lögregla notaðist við leitarhunda í nágrenni skólans. Skólasamfélagið þurfi að fara yfir verkferla Ársæll segir skólastjórnendur í framhaldsskólum hafa rætt um öryggi í skólum í fjölda ára vegna atburða erlendis og hvernig íslensku skólarnir séu í stakk búnir hvað það varði. Framhaldsskólar eru almennt opnir og engin öryggisgæsla. Vísar hann þar til skyndilegra árása á skóla, sem gerist til að mynda með reglulegu millibili í Bandaríkjunum, þar sem vopnaðir aðilar hafa ráðist til atlögu með skelfilegum afleiðingum. „Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Lögreglumál Tengdar fréttir Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17
Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03