Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 15:17 Ársæll Guðmundsson skólastjóri í Borgarholtsskóla. Vísir/Egill Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. „Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu kveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
„Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu kveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira