Ýmir og Elvar Örn eru bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2021 19:15 Frá æfingu Íslands í dag. Ýmir Örn nýbúinn með upphitunarstigann. HSÍ Ymir Örn Gíslason og Elvar Örn Jónsson voru nokkuð brattir í viðtali fyrir brottför íslenska landsliðsins til Egyptalands þar sem HM í handbolta fer fram. Báðir hafa mikla trú á íslenska liðinu og telja að Ísland geti staðið með sóma. Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18
Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn