Ýmir og Elvar Örn eru bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2021 19:15 Frá æfingu Íslands í dag. Ýmir Örn nýbúinn með upphitunarstigann. HSÍ Ymir Örn Gíslason og Elvar Örn Jónsson voru nokkuð brattir í viðtali fyrir brottför íslenska landsliðsins til Egyptalands þar sem HM í handbolta fer fram. Báðir hafa mikla trú á íslenska liðinu og telja að Ísland geti staðið með sóma. Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18
Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11