Mesti samdráttur í losun í Bandaríkjunum frá lokum seinna stríðs Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2021 13:35 Samdrátturinn í losun var mestur í samgöngugeiranum, þar sem hann nam um 15 prósentum milli ára. Getty Losun á gróðurhúsalofttegundum í Bandaríkjunum fór á síðasta ári í fyrsta skipti á síðustu þremur áratugum niður fyrir það magn sem var árið 1990. Loftslagsrannsóknafyrirtækið Rhodium áætlar að samdrátturinn hafi numið um 10 prósent milli ára og þannig verið sá mesti frá lokum seinna stríðs. Samdrátturinn er rakinn til heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hefur, líkt og alls staðar, haft gríðarleg áhrif á bandarískt samfélag. Hægt hefur á öllu efnahagslífi, framleiðslu, ferðalögum, auk þess að stór hluti fólks á vinnumarkaði þurft að vinna að heiman. New York Times segir að samdrátturinn í losun hafi verið mestur í samgöngum, þar sem hann nam um 15 prósentum, en geirinn er enn mjög háður notkun á jarðefnaeldneyti. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þannig mörg á árinu ráðlagt fólki gegn ferðum sem ekki teljast nauðsynlegar og þá hefur flugumferð dregist mikið saman. Þá dróst losun í orkugeiranum einnig mikið saman, sér í lagi vegna samdráttar í notkun kola sem orkugjafa. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum þar sem rúmlega 23 milljónir manna hafa nú smitast, auk þess að um 350 þúsund dauðsföll hafi verið rakin til Covid-19. Sérfræðingar hafa varað við að samdrátturinn í Bandaríkjunum nú skýrist af óvenjulegum aðstæðum, það er heimsfaraldrinum, og að landið eigi langt í land til að ná tökum á gríðarmikilli losun sinni sem stuðlar að loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Aukinn bruni á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti minni losun frá kolabruna í Bandaríkjunum í fyrra. 7. janúar 2020 11:25 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Samdrátturinn er rakinn til heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hefur, líkt og alls staðar, haft gríðarleg áhrif á bandarískt samfélag. Hægt hefur á öllu efnahagslífi, framleiðslu, ferðalögum, auk þess að stór hluti fólks á vinnumarkaði þurft að vinna að heiman. New York Times segir að samdrátturinn í losun hafi verið mestur í samgöngum, þar sem hann nam um 15 prósentum, en geirinn er enn mjög háður notkun á jarðefnaeldneyti. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þannig mörg á árinu ráðlagt fólki gegn ferðum sem ekki teljast nauðsynlegar og þá hefur flugumferð dregist mikið saman. Þá dróst losun í orkugeiranum einnig mikið saman, sér í lagi vegna samdráttar í notkun kola sem orkugjafa. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum þar sem rúmlega 23 milljónir manna hafa nú smitast, auk þess að um 350 þúsund dauðsföll hafi verið rakin til Covid-19. Sérfræðingar hafa varað við að samdrátturinn í Bandaríkjunum nú skýrist af óvenjulegum aðstæðum, það er heimsfaraldrinum, og að landið eigi langt í land til að ná tökum á gríðarmikilli losun sinni sem stuðlar að loftslagsbreytingum.
Loftslagsmál Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Aukinn bruni á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti minni losun frá kolabruna í Bandaríkjunum í fyrra. 7. janúar 2020 11:25 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Aukinn bruni á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti minni losun frá kolabruna í Bandaríkjunum í fyrra. 7. janúar 2020 11:25
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43