„Hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2021 10:30 Árið 2021 mun fara af stað með hvelli hjá fjölmiðlamanninum Auðunni Blöndal en hann fór af stað með þættina Tónlistamennirnir okkar á Stöð 2 í gær, verður tveggja barna faðir síðar á árinu og önnur þáttaröðin af Eurogarðinum fer í loftið. Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist