Enski boltinn

D-deildarliðið niðurlægði Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimamenn í Crawley Town fagna en Leeds menn klóra sér í hausnum.
Heimamenn í Crawley Town fagna en Leeds menn klóra sér í hausnum. Rob Newell/

Leeds United er úr leik í enska bikarnum þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-0 fyrir D-deildarliðinu Crawley Town á útivelli í dag.

Úrvalsdeildarliðið var meira með boltann en ólseigir heimamenn áttu sín færi. Staðan var þó markalaus í hálfleik og Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, hristi upp í liðinu í leikhléi.

Það skilaði ekki tilætluðum árangri því eftir átta mínútur í síðari hálfleik var Crawey komið í 2-0. Nicholas Tsaroulla kom þeim yfir á 50. mínútu og þremur mínútum síðar tvöfaldaði Ashley Nadesan forystuna.

Þriðja og síðasta mark Crawley gerði Jordan Tunnicliffe tuttugu mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Skellur fyrir nýliðana en ævintýri Crawley heldur áfram.

Barnsley vann 1-0 sigur á Tranmere en framlengja þurfti hjá Cheltenham og Mansfield. Bristol hafði svo betur gegn Portsmouth.

Úrslit dagsins í leikjunum sem hófust 13.30:

Barnsley - Tranmere 2-0

Bristol - Portsmouth 2-1

Chelsea - Morecambe 4-0

Cheltenham - Mansfield 1-1 (Framlenging í gangi)

Crawley - Leeds 3-0

Man. City - Birmingham 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×