Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:46 Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson, kúabændur á Litla-Ármóti á Suðurlandi. Kjötætur óskast! „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. Hún og eiginmaður hennar, Ragnar Finnur Sigurðsson kúabóndi, féllust á að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum Lóu Pind sem heita „Kjötætur óskast!“ Þættirnir snúast um samfélagstilraun sem Lóa stóð fyrir, þar sem fjórar fjölskyldur skuldbinda sig til að gerast vegan í fjórar vikur og samhliða því að skrá allt mataræði inn í Matarspor EFLU til að reikna út kolefnisspor máltíðanna. Ragnar segist hins vegar hafa ákveðið að taka þátt eingöngu til að fylgja Hrafnhildi og styðja hana. „Það er bara þannig,“ segir hann og hlær. Þau segja það einnig hafa verið þeim mikilvægt að bændur hefðu fulltrúa sinn í þessari tilraun og þeirri umræðu sem hún getur skapað. „Því okkur bændum er annt um loftslagsmál. Við getum öll bætt okkur. Og nú prufa ég þetta - þótt þetta sé mjög ógnvænlegt. Við erum bændur, þannig að við erum náttúrlega algjörlega hinum megin við borðið,“ bætir Hrafnhildur við. Tilraunin stóð yfir frá miðjum ágúst og fram í miðjan september og áður en tilraunin hófst höfðu þau töluverðar áhyggjur af því að fá ekki nægt prótín og næga orku úr vegan mataræði. „Vinnudagarnar eru oft tíu til sextán tímar og við erum að vinna kannski 360 daga á ári þannig að við þurfum á mikilli orku að halda,“ segir Hrafnhildur. Prótín leynist víða Til að undirbúa hópinn fyrir vegantilraunina fékk Lóa nokkra fyrirlesara til að halda erindi fyrir fjölskyldurnar daginn fyrir tilraun. Meðal annars til að svara áhyggjum þeirra Hrafnhildar og Ragnars. Þeirra á meðal var Guðrún Ósk Maríasdóttir sem er grænkeri með BA gráðu í næringarfræði og framhaldsmenntun í matvælafræði - auk þess sem hún var ein fremsta handboltakona landsins þar til hún þurfti að hætta vegna höfuðhöggs 2018. Guðrún Ósk hefur því reynslu af því að vera íþróttakona í toppformi á vegan fæði. Guðrún segir ekkert mál að fá næga orku úr plönturíkinu. „Prótín leynist í nánast öllum fæðutegundum. En helstu prótíngjafarnir í vegan mataræði eru tófú, seitan sem er unnið úr hveitiglúteni, baunir, hnetur og fræ. Og svo er líka prótín í korni, grænmeti, ávöxtum og í bara nánast öllum fæðutegundum.“ Lars Óli Jessen, íþrótta- og lýðheilsufræðingur hjá Heilsuklasanum, sem einnig hélt erindi fyrir hópinn, segir gott viðmið að hafa eina lófafylli af prótíngjafa í hverri stórri máltíð. Umbylting í mataræði Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fer í loftið á Stöð 2 mánudagskvöldið 11. janúar kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum að taka þátt í 4 vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allir mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð og að auki er ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í myndbrotinu sem hér fylgir hafa fjölskyldurnar tæmt ísskápa af öllum dýraafurðum og Lóa fylgist síðan með því að það sé límt fyrir þá kæli- og frystiskápa sem enn innihalda dýraafurðir. Klippa: Kjötætur óskast! - Hugrökkustu bændur Íslandssögunnar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Bíó og sjónvarp Vegan Matur Kjötætur óskast! Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Hún og eiginmaður hennar, Ragnar Finnur Sigurðsson kúabóndi, féllust á að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum Lóu Pind sem heita „Kjötætur óskast!“ Þættirnir snúast um samfélagstilraun sem Lóa stóð fyrir, þar sem fjórar fjölskyldur skuldbinda sig til að gerast vegan í fjórar vikur og samhliða því að skrá allt mataræði inn í Matarspor EFLU til að reikna út kolefnisspor máltíðanna. Ragnar segist hins vegar hafa ákveðið að taka þátt eingöngu til að fylgja Hrafnhildi og styðja hana. „Það er bara þannig,“ segir hann og hlær. Þau segja það einnig hafa verið þeim mikilvægt að bændur hefðu fulltrúa sinn í þessari tilraun og þeirri umræðu sem hún getur skapað. „Því okkur bændum er annt um loftslagsmál. Við getum öll bætt okkur. Og nú prufa ég þetta - þótt þetta sé mjög ógnvænlegt. Við erum bændur, þannig að við erum náttúrlega algjörlega hinum megin við borðið,“ bætir Hrafnhildur við. Tilraunin stóð yfir frá miðjum ágúst og fram í miðjan september og áður en tilraunin hófst höfðu þau töluverðar áhyggjur af því að fá ekki nægt prótín og næga orku úr vegan mataræði. „Vinnudagarnar eru oft tíu til sextán tímar og við erum að vinna kannski 360 daga á ári þannig að við þurfum á mikilli orku að halda,“ segir Hrafnhildur. Prótín leynist víða Til að undirbúa hópinn fyrir vegantilraunina fékk Lóa nokkra fyrirlesara til að halda erindi fyrir fjölskyldurnar daginn fyrir tilraun. Meðal annars til að svara áhyggjum þeirra Hrafnhildar og Ragnars. Þeirra á meðal var Guðrún Ósk Maríasdóttir sem er grænkeri með BA gráðu í næringarfræði og framhaldsmenntun í matvælafræði - auk þess sem hún var ein fremsta handboltakona landsins þar til hún þurfti að hætta vegna höfuðhöggs 2018. Guðrún Ósk hefur því reynslu af því að vera íþróttakona í toppformi á vegan fæði. Guðrún segir ekkert mál að fá næga orku úr plönturíkinu. „Prótín leynist í nánast öllum fæðutegundum. En helstu prótíngjafarnir í vegan mataræði eru tófú, seitan sem er unnið úr hveitiglúteni, baunir, hnetur og fræ. Og svo er líka prótín í korni, grænmeti, ávöxtum og í bara nánast öllum fæðutegundum.“ Lars Óli Jessen, íþrótta- og lýðheilsufræðingur hjá Heilsuklasanum, sem einnig hélt erindi fyrir hópinn, segir gott viðmið að hafa eina lófafylli af prótíngjafa í hverri stórri máltíð. Umbylting í mataræði Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fer í loftið á Stöð 2 mánudagskvöldið 11. janúar kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum að taka þátt í 4 vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allir mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð og að auki er ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í myndbrotinu sem hér fylgir hafa fjölskyldurnar tæmt ísskápa af öllum dýraafurðum og Lóa fylgist síðan með því að það sé límt fyrir þá kæli- og frystiskápa sem enn innihalda dýraafurðir. Klippa: Kjötætur óskast! - Hugrökkustu bændur Íslandssögunnar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Vegan Matur Kjötætur óskast! Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp