Enski boltinn

Liver­pool gæti blandast í bar­áttuna um miðju­mann Udinese

Anton Ingi Leifsson skrifar
Næsti miðjumaður Liverpool?
Næsti miðjumaður Liverpool? Jonathan Moscrop/Getty Images

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool hafi blandast í baráttuna um miðjumann Udinese, Rodrigo De Paul, en nýliðar Leeds í ensku úrvalsdeildinni og Inter eru einnig sögð áhugasöm.

Þessi 26 ára miðjumaður hefur skorað þrjú mörk og lagt upp önnur tvö í fimmtán leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann kom til Udinese frá Valencia árið 2016.

Kaupverðið er talið í kringum 40 milljónir punda en Liverpool er talið fylgjast vel með kappanum. Þeir eru þó ekki eina liðið því Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, er einnig með auga á samlanda sínum.

Leeds gæti þó hörfað frá kaupunum þar sem hann ku vera en dýr en þá er Antonio Conte, stjóri Inter, viljugur til að fá leikmanninn til Inter. Sögusagnirnar segja þó að hann vilji spila í ensku úrvalsdeildinni.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Udinese sagði í viðtali í síðasta mánuði að Rodrigo væri ekki að fra eitt né neitt í janúarglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×