Tími Brady runninn upp en ungstirnið ætlar sér að ná í skottið á honum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2021 12:01 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers mæta á fjögurra leikja sigurgöngu inn í úrslitakeppnina. Getty/Leon Halip Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst í dag með þremur flottum leikjum sem verða allir sýndir beint á sportstöðvunum. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti