Tími Brady runninn upp en ungstirnið ætlar sér að ná í skottið á honum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2021 12:01 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers mæta á fjögurra leikja sigurgöngu inn í úrslitakeppnina. Getty/Leon Halip Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst í dag með þremur flottum leikjum sem verða allir sýndir beint á sportstöðvunum. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki Sjá meira