Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 08:31 Ólympíuleikarnir eiga að hefjast 23. júlí í sumar. Leikarnir verða áfram kallaðir ÓL 2020 þó þeir fari fram 2021. Getty/Carl Court Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira