Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 08:31 Ólympíuleikarnir eiga að hefjast 23. júlí í sumar. Leikarnir verða áfram kallaðir ÓL 2020 þó þeir fari fram 2021. Getty/Carl Court Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Sjá meira
Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Sjá meira