Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2021 12:34 Bóluefni Moderna verður fljótlega dreift um Evrópu. Getty Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu nú skömmu eftir hádegi. Þá er búist við að markaðsleyfi fyrir bóluefninu fáist á Íslandi strax og leyfið liggur fyrir í Evrópu, einnig í dag. Bóluefni Moderna er annað bóluefnið gegn kórónuveirunni sem Lyfjastofnun Evrópu samþykkir en bóluefni Pfizer og BioNTech fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í desember. Bólusetningar hófust í álfunni fyrir áramót. Bólusetningar með Moderna-bóluefninu eru þegar hafnar í löndum á borð við Bandaríkin og Kanada. Í tilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu segir að bóluefnið sé öruggt og muni reynast enn eitt vopnið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Rannsóknir á bóluefni Moderna sýna að það veiti um 94 prósent vörn gegn veirunni. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum, líkt og bóluefni Pfizer, og byggir einnig á svokallaðri mRNA-tækni. Ísland hefur tryggt sér 128 þúsund skammta af bóluefni Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. Tilkynnt var í gær að von væri á samtals fimm þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir febrúar er gert ráð fyrir að afhending verði hraðari. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tæki allt að tvo mánuði að meta hálfa skammtastærð Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja kanna hvort mögulegt sé að helminga skammtastærðir af bóluefni Moderna til þess að ná að bólusetja fleiri, eftir að ljóst varð að ekki myndi nást að bólusetja jafn marga og vonir stóðu til á fyrstu stigum. 5. janúar 2021 22:58 „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. 5. janúar 2021 14:12 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu nú skömmu eftir hádegi. Þá er búist við að markaðsleyfi fyrir bóluefninu fáist á Íslandi strax og leyfið liggur fyrir í Evrópu, einnig í dag. Bóluefni Moderna er annað bóluefnið gegn kórónuveirunni sem Lyfjastofnun Evrópu samþykkir en bóluefni Pfizer og BioNTech fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í desember. Bólusetningar hófust í álfunni fyrir áramót. Bólusetningar með Moderna-bóluefninu eru þegar hafnar í löndum á borð við Bandaríkin og Kanada. Í tilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu segir að bóluefnið sé öruggt og muni reynast enn eitt vopnið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Rannsóknir á bóluefni Moderna sýna að það veiti um 94 prósent vörn gegn veirunni. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum, líkt og bóluefni Pfizer, og byggir einnig á svokallaðri mRNA-tækni. Ísland hefur tryggt sér 128 þúsund skammta af bóluefni Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. Tilkynnt var í gær að von væri á samtals fimm þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir febrúar er gert ráð fyrir að afhending verði hraðari. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tæki allt að tvo mánuði að meta hálfa skammtastærð Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja kanna hvort mögulegt sé að helminga skammtastærðir af bóluefni Moderna til þess að ná að bólusetja fleiri, eftir að ljóst varð að ekki myndi nást að bólusetja jafn marga og vonir stóðu til á fyrstu stigum. 5. janúar 2021 22:58 „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. 5. janúar 2021 14:12 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Tæki allt að tvo mánuði að meta hálfa skammtastærð Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja kanna hvort mögulegt sé að helminga skammtastærðir af bóluefni Moderna til þess að ná að bólusetja fleiri, eftir að ljóst varð að ekki myndi nást að bólusetja jafn marga og vonir stóðu til á fyrstu stigum. 5. janúar 2021 22:58
„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00
Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. 5. janúar 2021 14:12