Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:26 Úrslit kosninganna í Georgíu munu koma til með að skipta miklu máli fyrir Joe Biden. Chip Somodevilla/Getty Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43
Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01