Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2021 11:46 „Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi,“ segir biskupinn. Vísir/Kolbeinn Tumi „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ Þannig hefst fréttatilkynning frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi, sem nú er til rannsóknar vegna brota á sóttvarnalögum samkvæmt RÚV, en undir hana ritar biskupinn David B. Tencer. Tencer biðlar til þeirra sem „bera ábyrgð á sóttvarnareglum“ að breyta þeim þar sem jafnræði sé ekki gætt. „Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu?“ spyr biskupinn í tilkynningu sem sjá má í heild að neðan. Þá spyr hann hvernig hann eigi að útskýra fyrir sóknarbörnum sínum að margir matsölustaðir megi taka á móti fleiri viðskiptavinum. „Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi.“ Afstaða Kaþólsku kirkjunnar til núverandi ráðstafana Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okkar að fara mjög varlega og fylgja öllum reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virðist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir matsölustaðir mega taka á móti fleiri viðskiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi. David B. Tencer, kaþólskur biskup á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Þannig hefst fréttatilkynning frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi, sem nú er til rannsóknar vegna brota á sóttvarnalögum samkvæmt RÚV, en undir hana ritar biskupinn David B. Tencer. Tencer biðlar til þeirra sem „bera ábyrgð á sóttvarnareglum“ að breyta þeim þar sem jafnræði sé ekki gætt. „Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu?“ spyr biskupinn í tilkynningu sem sjá má í heild að neðan. Þá spyr hann hvernig hann eigi að útskýra fyrir sóknarbörnum sínum að margir matsölustaðir megi taka á móti fleiri viðskiptavinum. „Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi.“ Afstaða Kaþólsku kirkjunnar til núverandi ráðstafana Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okkar að fara mjög varlega og fylgja öllum reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virðist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir matsölustaðir mega taka á móti fleiri viðskiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi. David B. Tencer, kaþólskur biskup á Íslandi
Afstaða Kaþólsku kirkjunnar til núverandi ráðstafana Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okkar að fara mjög varlega og fylgja öllum reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virðist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir matsölustaðir mega taka á móti fleiri viðskiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi. David B. Tencer, kaþólskur biskup á Íslandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43