Enski boltinn

Segja United vera búið að gefast upp á við­ræðunum við Pogba og ætli að selja hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba í leiknum gegn Aston Villa á föstudagskvöldið. Hann gæti verið á leið burt frá United í sumar.
Pogba í leiknum gegn Aston Villa á föstudagskvöldið. Hann gæti verið á leið burt frá United í sumar. Laurence Griffiths/Getty Images

Manchester United mun selja Paul Pogba næsta sumar eftir að hafa gefist upp á að reyna framlengja samning hans. Þetta segir í frétt Mirror í morgun.

Mikið hefur verið rætt og ritað um Paul Pogba og ekki minnkaði það í síðasta mánuði er umboðsmaður hans Mino Raoila sagði að hann vildi burt frá Old Trafford.

United nýtti sér klásúlu í samningi Pogba í sumar sem gerir það að verkum að hann er samningsbundinn félaginu til sumarsins 2022. Þeir hafa þó viljað framlengja þann samning enn lengra, en án árangurs.

Real Madrid, Juventus og PSG eru öll sögð klár í að bjóða franska heimsmeistaranum samning en Pogba hefur spilað vel í liði United að undanförnu. Þá sérstaklega í leiknum gegn Aston Villa á föstudagskvöldið.

United keypti Pogba á 89 milljónir punda frá Juventus árið 2016 en vera Frakkans hefur verið upp og niður í endurkomunni til United. Svo er spurning hver verðmiðinn verður á miðjumanninn næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×