Þetta kemur fram á norska ríkismiðlinum NRK.
Auk þeirra verður Hákons krónprins Noregs með í för og munu þau einnig hitta fyrir björgunarsveitarmenn sem hafa unnið við leit á svæðinu síðan skriðurnar féllu.
Leitarhundar fundu í dag lík einnar manneskju til viðbótar eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. Einn fannst látinn í rústunum í gær og er átta enn saknað.
Norska lögreglan birti í gær nöfn þeirra sem saknað er eftir að leirskriður féllu á bæinn Ask aðfaranótt miðvikudags. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri.