Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2020 22:30 Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. Mynd/Hanna Lilja Oddgeirsdóttir Í keisarafæðingum á Íslandi er tjald fyrir ofan skurðsvæðið svo foreldrarnir geta þá eiginlega ekki fylgst með barni sínu koma í heiminn. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um tilgang tjaldsins í þessum aðgerðum. Sjálf hefur hún gert marga keisaraskurði, bæði með og án þessa umtalaða tjalds. „Ég byrjaði í mínu sérnámi í Danmörku, stundum var það en svo var það stundum þannig að tjaldið var niðri og það var bara settur dúkur yfir konuna. Hún liggur og getur varla séð en pabbinn gat samt séð. Þar réttum við barnið bara til ljósmóður sem var þá líka í slopp og hönskum og hún tekur barnið og fer með það beint til foreldranna. Þá er hún í rauninni orðin ósteríl og má þá ekki koma á skurðsvæðið aftur. En við læknarnir vorum þá ennþá steríl af því að hún var í hönskum. Það var öruggur máti og þar var barnalæknir til dæmis ekki á stofunni nema að barnið sýndi einhvern slappleika eða eitthvað. Þannig að þau fóru ekki á barnaborðið nema það væri ástæða til þess.“ Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar, er ein þeirra fjölmargra kvenna sem reynt hefur að fá það í gegn að tjaldinu sé sleppt í fæðingu en allar fá þær sama svarið, nei. Andrea segir að hún hafi verið mjög hörð á sínu og því hafi tjaldið verið lækkað, en það var Hanna Lilja sem var skurðlæknirinn í þeirri aðgerð. Fyrst og fremst öryggisatriði „Það er kannski erfitt þegar ég var þarna korter í fæðinguna sjálfa að reyna að berjast fyrir þessu, að útskýra þetta eða fá einhverju framgengt sem ég vildi. En þetta er samt eitthvað sem að má setja út í umræðuna og er alveg mögulega hægt að breyta ef réttum verkferlum er breytt. Af því að þetta er í rauninni bara byggt á vana,“ segir Andrea. Hanna Lilja tekur undir þetta og segir að úti í heimi eru þessar aðgerðir alveg framkvæmdar án þess að tjaldið sé svona mikið fyrir. „Þetta er svolítið vani og þetta er það sem fólk er vant hér. Gömlum vönum er oft erfitt að breyta. En þetta er vissulega líka öryggisatriði, það er mjög mikilvægt að það komi fram. Þetta er ekki bara af því að við erum leiðinleg. Þetta er vissulega upp á hreinlætið á aðgerðarsvæðinu.“ Hún bendir á að ef bakteríur komist á skurðsvæðið sé móðirin í mikilli hættu á að fá sýkingu eftir á. „Við erum að hugsa um öryggið.“ Einnig getur það verið erfitt fyrir suma að sjá slíka aðgerð, bæði móðurina og þann sem er með henni í fæðingunni. „Þetta er oft svolítið brútal aðgerð og það getur blætt mjög mikið. Það er oft erfitt fyrir fólk, það hefur alveg liðið yfir pabba eða aðstandendur í keisara og það er bara ekkert óeðlilegt við það,“ útskýrir Hanna Lilja. Andrea veltir fyrir sér hvort hægt sé að finna einhvern milliveg fyrir þær eða þau sem óska eftir því að fá að vera með í fæðingunni á þennan hátt, að fá að sjá. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Í keisarafæðingum á Íslandi er tjald fyrir ofan skurðsvæðið svo foreldrarnir geta þá eiginlega ekki fylgst með barni sínu koma í heiminn. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um tilgang tjaldsins í þessum aðgerðum. Sjálf hefur hún gert marga keisaraskurði, bæði með og án þessa umtalaða tjalds. „Ég byrjaði í mínu sérnámi í Danmörku, stundum var það en svo var það stundum þannig að tjaldið var niðri og það var bara settur dúkur yfir konuna. Hún liggur og getur varla séð en pabbinn gat samt séð. Þar réttum við barnið bara til ljósmóður sem var þá líka í slopp og hönskum og hún tekur barnið og fer með það beint til foreldranna. Þá er hún í rauninni orðin ósteríl og má þá ekki koma á skurðsvæðið aftur. En við læknarnir vorum þá ennþá steríl af því að hún var í hönskum. Það var öruggur máti og þar var barnalæknir til dæmis ekki á stofunni nema að barnið sýndi einhvern slappleika eða eitthvað. Þannig að þau fóru ekki á barnaborðið nema það væri ástæða til þess.“ Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar, er ein þeirra fjölmargra kvenna sem reynt hefur að fá það í gegn að tjaldinu sé sleppt í fæðingu en allar fá þær sama svarið, nei. Andrea segir að hún hafi verið mjög hörð á sínu og því hafi tjaldið verið lækkað, en það var Hanna Lilja sem var skurðlæknirinn í þeirri aðgerð. Fyrst og fremst öryggisatriði „Það er kannski erfitt þegar ég var þarna korter í fæðinguna sjálfa að reyna að berjast fyrir þessu, að útskýra þetta eða fá einhverju framgengt sem ég vildi. En þetta er samt eitthvað sem að má setja út í umræðuna og er alveg mögulega hægt að breyta ef réttum verkferlum er breytt. Af því að þetta er í rauninni bara byggt á vana,“ segir Andrea. Hanna Lilja tekur undir þetta og segir að úti í heimi eru þessar aðgerðir alveg framkvæmdar án þess að tjaldið sé svona mikið fyrir. „Þetta er svolítið vani og þetta er það sem fólk er vant hér. Gömlum vönum er oft erfitt að breyta. En þetta er vissulega líka öryggisatriði, það er mjög mikilvægt að það komi fram. Þetta er ekki bara af því að við erum leiðinleg. Þetta er vissulega upp á hreinlætið á aðgerðarsvæðinu.“ Hún bendir á að ef bakteríur komist á skurðsvæðið sé móðirin í mikilli hættu á að fá sýkingu eftir á. „Við erum að hugsa um öryggið.“ Einnig getur það verið erfitt fyrir suma að sjá slíka aðgerð, bæði móðurina og þann sem er með henni í fæðingunni. „Þetta er oft svolítið brútal aðgerð og það getur blætt mjög mikið. Það er oft erfitt fyrir fólk, það hefur alveg liðið yfir pabba eða aðstandendur í keisara og það er bara ekkert óeðlilegt við það,“ útskýrir Hanna Lilja. Andrea veltir fyrir sér hvort hægt sé að finna einhvern milliveg fyrir þær eða þau sem óska eftir því að fá að vera með í fæðingunni á þennan hátt, að fá að sjá. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
„Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00
„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00
„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00