Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 14:37 Eftir fimm ára rannsókn hafa Þjóðverjar borið kennsl á tvo rússneska hakkara sem réðust á þýska þingið árið 2015. EPA/FILIP SINGER Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna. Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna.
Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira