Icelandair og flugfiskurinn verðmæti Svanur Guðmundsson skrifar 5. maí 2020 15:00 Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Icelandair Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun