„Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:39 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki. Mikilvægt sé að hafa hér flugfélag sem sé með höfuðstöðvar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira