Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 10:01 Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands, varar við of mikilli bjartsýni á að efnahagslífið takið við sér strax. Vísir/EPA Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. Mikill samdráttur hefur orðið vegna faraldursins og takmarkana eins og samkomu- og útgöngubanns sem gripið hefur verið til um víða storð undanfarnar vikur og mánuði. Atvinnuleysi hefur einnig aukist verulega, ekki síst í þjónustugreinum þar sem starfsemi hefur raskast verulega. Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands og stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, varar við því að ekki sé hægt að gera ráð fyrir skjótum efnahagsbata á næstunni vegna þess að takmarkanir muni áfram þurfa að vera í gildi lengi enn. Hann telur ennfremur að of snemmt sé fyrir þýsk stjórnvöld að ráðast í efnahagslegan aðgerðapakka til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað því tilmæli um félagsforðun takmarki áhrif slíkrar innspýtingar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það væri vit í efnahagsinnspýtingu ef batinn tæki ekki almennilega við sér seinna meir,“ segir Weidmann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. Mikill samdráttur hefur orðið vegna faraldursins og takmarkana eins og samkomu- og útgöngubanns sem gripið hefur verið til um víða storð undanfarnar vikur og mánuði. Atvinnuleysi hefur einnig aukist verulega, ekki síst í þjónustugreinum þar sem starfsemi hefur raskast verulega. Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands og stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, varar við því að ekki sé hægt að gera ráð fyrir skjótum efnahagsbata á næstunni vegna þess að takmarkanir muni áfram þurfa að vera í gildi lengi enn. Hann telur ennfremur að of snemmt sé fyrir þýsk stjórnvöld að ráðast í efnahagslegan aðgerðapakka til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað því tilmæli um félagsforðun takmarki áhrif slíkrar innspýtingar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það væri vit í efnahagsinnspýtingu ef batinn tæki ekki almennilega við sér seinna meir,“ segir Weidmann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira