Stærsti hluti rekstrartaps vegna rýrnunar á viðskiptavild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. maí 2020 13:55 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Visir/Vilhelm Rekstrartap Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna. Stærsti hluti tapisins er niðurfærsla viðskiptavildar. Gert er ráð fyrir að lausafjárstaða fari undir lágmark á næstu vikum. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir 1.ársfjórðung sem birtist í gær Icelandair Group undirbýr nú hlutafjárútboð félagsins ásamt þremur bönkum. Áætlað er að útboðið fari fram um miðjan júní. Virði félagsins hefur hríðfallið á markaði eftir á kórónuveirufaraldurinn hófst en í fréttum okkar í gær sagði forstjórinn að virði þess væri mun meira en komi fram í gengi á mörkuðum. Félagið birti bráðabirgðauppgjör í Kauphöllinni í gærkvöldi fyrir 1. ársfjórðung. Þar kemur fram að rekstur Icelandair hafi orðið fyrir verulegum áhrifum af kórónuveirufaraldrinum. Bráðabirgðaniðurstöður fyrsta ársfjórðungs bendi til að tekjur hafi lækkað um 16% milli ára. Ársuppgjör fyrstu tveggja mánaða hafi verið í takt við væntingar en faraldurinn hafi valdið því að mars sé verulega undir væntingum. Rýrnun viðskiptavildar til skammstíma nemi 115 milljón dollurum eða ríflega átján milljörðum íslenskra króna Þá er Ebita fyrirtækisins neikvæða sem samsvarar rekstrartapi um ríflega þrjátíu milljarða króna þar af er afskrift viðskiptavildar stærsti hlutinn en viðskiptavild er skráð sem eign í bókhaldi en er ekki efnisleg eign. Uppgjörið verður birt 4. maí. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að nú sé unnið dag og nótt fyrir væntanlegt hlutfjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/arnar „Meðal þess sem fjárfestar er fyrirsjáanleiki varðandi launakostnað. Samkeppnishæfni og sveigjanleika þannig að við getum stýrt okkar leiðarkerfi og starfsemi í takt við það sem þekkist hjá öðrum félögum sem við erum að keppa við,“ segir Bogi. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. 1. maí 2020 19:50 Mjög bjartsýnn á að það takist að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé Forstjóri Icelandair Group er bjartsýnn á að það takist að safna hátt í þrjátíu milljörðum í aukið hlutafé. Fyrirtækið verði í lykilhlutverki þegar kemur að því að reisa við efnahag landsins. Stefnt er að hlutafjárútboði um miðjan júní fyrir almenning og fagfjárfesta. 1. maí 2020 18:39 Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. 1. maí 2020 13:27 Stefna að 29 milljörðum í hlutafjárútboði Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. 30. apríl 2020 21:35 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Rekstrartap Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna. Stærsti hluti tapisins er niðurfærsla viðskiptavildar. Gert er ráð fyrir að lausafjárstaða fari undir lágmark á næstu vikum. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir 1.ársfjórðung sem birtist í gær Icelandair Group undirbýr nú hlutafjárútboð félagsins ásamt þremur bönkum. Áætlað er að útboðið fari fram um miðjan júní. Virði félagsins hefur hríðfallið á markaði eftir á kórónuveirufaraldurinn hófst en í fréttum okkar í gær sagði forstjórinn að virði þess væri mun meira en komi fram í gengi á mörkuðum. Félagið birti bráðabirgðauppgjör í Kauphöllinni í gærkvöldi fyrir 1. ársfjórðung. Þar kemur fram að rekstur Icelandair hafi orðið fyrir verulegum áhrifum af kórónuveirufaraldrinum. Bráðabirgðaniðurstöður fyrsta ársfjórðungs bendi til að tekjur hafi lækkað um 16% milli ára. Ársuppgjör fyrstu tveggja mánaða hafi verið í takt við væntingar en faraldurinn hafi valdið því að mars sé verulega undir væntingum. Rýrnun viðskiptavildar til skammstíma nemi 115 milljón dollurum eða ríflega átján milljörðum íslenskra króna Þá er Ebita fyrirtækisins neikvæða sem samsvarar rekstrartapi um ríflega þrjátíu milljarða króna þar af er afskrift viðskiptavildar stærsti hlutinn en viðskiptavild er skráð sem eign í bókhaldi en er ekki efnisleg eign. Uppgjörið verður birt 4. maí. Bogi Nils Bogason forstjóri segir að nú sé unnið dag og nótt fyrir væntanlegt hlutfjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/arnar „Meðal þess sem fjárfestar er fyrirsjáanleiki varðandi launakostnað. Samkeppnishæfni og sveigjanleika þannig að við getum stýrt okkar leiðarkerfi og starfsemi í takt við það sem þekkist hjá öðrum félögum sem við erum að keppa við,“ segir Bogi.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. 1. maí 2020 19:50 Mjög bjartsýnn á að það takist að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé Forstjóri Icelandair Group er bjartsýnn á að það takist að safna hátt í þrjátíu milljörðum í aukið hlutafé. Fyrirtækið verði í lykilhlutverki þegar kemur að því að reisa við efnahag landsins. Stefnt er að hlutafjárútboði um miðjan júní fyrir almenning og fagfjárfesta. 1. maí 2020 18:39 Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. 1. maí 2020 13:27 Stefna að 29 milljörðum í hlutafjárútboði Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. 30. apríl 2020 21:35 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. 1. maí 2020 19:50
Mjög bjartsýnn á að það takist að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé Forstjóri Icelandair Group er bjartsýnn á að það takist að safna hátt í þrjátíu milljörðum í aukið hlutafé. Fyrirtækið verði í lykilhlutverki þegar kemur að því að reisa við efnahag landsins. Stefnt er að hlutafjárútboði um miðjan júní fyrir almenning og fagfjárfesta. 1. maí 2020 18:39
Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. 1. maí 2020 13:27
Stefna að 29 milljörðum í hlutafjárútboði Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. 30. apríl 2020 21:35