Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2020 16:15 Lori Balton hefur það að atvinnu að finna tökustaðir fyrir stórmyndir. Hún hefur margoft komið til Íslands og hefur sannfært kvikmyndagerðarmenn að taka upp verkin sín hér á landi. Getty/ Robin L Marshall Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent