„Stundum tölum við um Covid-byltinguna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 14:35 Hildur Ingvarsdóttir er skólameistari Tækniskólans. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu. Hildur var ein af gestum daglegs upplýsingafundar almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins en áherslan í dag var lögð á skólamál. Hildur var þar fulltrúi framhaldsskólanna og sagði hún að framundan væri tímamót á mánudaginn þegar um 800 nemendur muni mæta í skólann á ný til þess að ljúka önninni. Búið er að klára flest allt bóklegt nám með fjarkennslu. „En svo eru ákveðnir þættir sem verða ekki gerðir við stofuborðið. Þar skortir yfirleitt rennibekki og málmsuðubása og gufupressur og vélsagir og fleira. Nú höfum við þá tækifæri til að hleypa nemendum inn til þess að klára þá þætti sem ekki verða gerðir heima fyrir og sjálfsögðu eftir stífustu reglum,“ sagði Hildur. Framhaldsskólar hafa verið lokaðir frá því að samkomubann var sett á en skólastarf hefur engu að síður haldið áfram. Sagði Hildur að nemendur og kennarar hafi verið einstaklega útsjónarsamir í að finna lausnir á því hvernig væri hægt að stunda námið áfram, og yfirleitt var það gert í gegnum tölvu. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum öllu saman og eiginlega frá því að við fórum að hugsa þennan möguleika að kannski yrði skólum lokað, stundum tölum við um Covid-byltinguna í kennsluháttum,“ sagði Hildur. Hún fælist í að nýta sér tæknina, tækni sem hafi verið til staðar en ekki kannski nýtt til fulls. „Ég held að við höfum tekið stórt stökk á svipstundu við að nýta okkur tækni, tækni sem að var til en við vorum að nota mismikið en urðum að nota núna. Námið heyri ég, bæði í mínum skólum og frá öðrum skólameisturum framhaldsskóla landsins, hefur gengið vonum framar en að sjálfsögðu ekki vandkvæðalaust,“ sagði Hildur. Þetta myndi skila sér inn í skólastarf í framtíðinni. „Ég held að við verðum með öflugri framhaldsskóla vegna þess að við komum með alls konar hluti út úr þessu sem við getum tekið inn í áframhaldandi nám.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira