Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skertra leikskólagjalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2020 13:08 Óvissa er uppi um hvort Garðabær, Reykjavíkurborg og Kópavogur muni koma til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira