Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skertra leikskólagjalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2020 13:08 Óvissa er uppi um hvort Garðabær, Reykjavíkurborg og Kópavogur muni koma til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Eftir að kórónuveiran tók að blossa hér á landi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendu sveitarfélögin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum landsins. Ákveðið var að foreldrar skyldu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss. Foreldrar leikskólabarna hafa því ekki þurft að greiða fullt gjald. Óvissa er aftur á móti uppi hvort eða með hvaða hætti komið verður til móts við sjálfstætt starfandi leikskóla hjá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavíkurborg. Hafnarfjarðarbær ákvað í gær að mæta sjálfstætt starfandi leikskólum í bæjarfélaginu. „Skólarnir voru farnir af stað að senda út gjöld til foreldra með leiðréttingu eins og sveitarfélögin fóru að gera. Síðan gerist það að það fást engin svör um hvernig eða hvort sveitarfélögin séu að fara að mæta sjálfsætt starfandi leikskólum hvað þetta varðar“. Segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfsætt starfandi skóla. Flestir sjálfstætt starfandi leikskólar hafi beðið með að senda út greiðsluseðla til foreldra vegna óvissunnar. „Það var sameiginleg ákvörðun núna að gera það ekki því við erum með marga litla leikskóla sem standa ekki undir því að verða fyrir falli í rekstrarafkomu. Leikskólarnir eru byggðir á sveitarfélagsframlögum og foreldragjöldum á móti en eru aldrei hugsaðir þannig að þar séu sjóðir til að leita í til dæmis í aðstæðum sem þessum. Þeir eru ekki reknir til að safna fé. Þeir eru til þess að gera betur fyrir börn.“ Sara segir að upphaflega hafi hún talið að þetta væri samvinnuverkefni sem myndi leysast. Þess vegna segist hún afar hissa á því að Reykavíkurborg hafi ekki svarað þeim. Hún segir að málið snúist í grunninn um að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum standi jafnfætis öðrum. „Ef þau [sveitarfélögin] telja sig ekki þurfa að koma til móts við skert framlög þá verður stór ákvörðun hjá okkar skólum varðandi akkúrat þetta; eigum við að þurfa að standa frammi fyrir því að þurfa að beita foreldra ójafnræði? Er það okkar verkefni að taka þá ákvörðun? Eða ætlum við að skerða gjöldin og skerða þá þjónustuna til langs tíma inn í framtíðina?“spyr Sara.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira